Bjargvætturinn fann á sér hvar barnið var að finna Snærós Sindradóttir skrifar 18. ágúst 2016 04:00 „Ég fór bara strax af stað og sagði við pabbann að ég skyldi finna barnið og það gerði ég,“ segir Sigurbjörg Hoffritz, starfsmaður á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi, sem fann tveggja ára barn sem ekið var burt á stolnum bíl á fjórða tímanum í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina. Sigurbjörg segist hafa fundið á sér að bílnum hefði verið ekið í Krónuna skammt frá. „Ég er nú svo mikill þverhaus að ég læt ekkert svona fram hjá mér fara. Þegar ég fann bílinn og barnið veifaði ég til þyrlunnar.“ Bíllinn var enn í gangi fyrir utan verslunina og var lagt skakkt í stæði. Sigurbjörg drap á bílnum og hringdi í lögregluna. „Barnið var bara steinsofandi. Hann svaf svo vært að ég var ekkert að vekja hann,“ segir Sigurbjörg.Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.is„Mér fannst þetta rosalega óþægilegt. Þegar þú ert að vinna á svona stað og eitthvað svona gerist þá hugsar þú ekkert heldur bara gerir það sem þú getur. Ég bara fann það á mér að hann hefði farið niður í Krónu. Þegar maður er að passa börn þá hefur maður radarinn alls staðar. Ég hugsaði bara að sá sem tók barnið hlyti að hafa verið svangur og þyrstur svo hann hefði bara skellt sér í Krónuna.“ Sigurbjörg er búin að vinna á leikskóla í á þrettánda ár. Hún segir þetta eftirminnilegasta vinnudaginn til þessa. „Eins og ég sagði við lögregluna þá læt ég ekkert stela barni af mínum leikskóla.“ Þó að Sigurbjörg hafi fengið kærar þakkir fyrir hetjudáðina hefur henni þó ekki verið boðið frí úr vinnunni. „Elskan mín, ég mæti bara eins og venjulega.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016 Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Ég fór bara strax af stað og sagði við pabbann að ég skyldi finna barnið og það gerði ég,“ segir Sigurbjörg Hoffritz, starfsmaður á leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi, sem fann tveggja ára barn sem ekið var burt á stolnum bíl á fjórða tímanum í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var kallað á staðinn og þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við leitina. Sigurbjörg segist hafa fundið á sér að bílnum hefði verið ekið í Krónuna skammt frá. „Ég er nú svo mikill þverhaus að ég læt ekkert svona fram hjá mér fara. Þegar ég fann bílinn og barnið veifaði ég til þyrlunnar.“ Bíllinn var enn í gangi fyrir utan verslunina og var lagt skakkt í stæði. Sigurbjörg drap á bílnum og hringdi í lögregluna. „Barnið var bara steinsofandi. Hann svaf svo vært að ég var ekkert að vekja hann,“ segir Sigurbjörg.Maðurinn sem stal bílnum fór ekki langt á honum.vísir/Loftmyndir.is„Mér fannst þetta rosalega óþægilegt. Þegar þú ert að vinna á svona stað og eitthvað svona gerist þá hugsar þú ekkert heldur bara gerir það sem þú getur. Ég bara fann það á mér að hann hefði farið niður í Krónu. Þegar maður er að passa börn þá hefur maður radarinn alls staðar. Ég hugsaði bara að sá sem tók barnið hlyti að hafa verið svangur og þyrstur svo hann hefði bara skellt sér í Krónuna.“ Sigurbjörg er búin að vinna á leikskóla í á þrettánda ár. Hún segir þetta eftirminnilegasta vinnudaginn til þessa. „Eins og ég sagði við lögregluna þá læt ég ekkert stela barni af mínum leikskóla.“ Þó að Sigurbjörg hafi fengið kærar þakkir fyrir hetjudáðina hefur henni þó ekki verið boðið frí úr vinnunni. „Elskan mín, ég mæti bara eins og venjulega.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. ágúst 2016
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39 Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53 Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Bifreið með barni stolið í Kópavogi Bíl sem stolið var í Salahverfi í Kópavogi fannst um hálftíma síðar í Kórahverfinu. 17. ágúst 2016 15:39
Pabbi drengsins: „Eftirköstin fyrir hann verða sem betur fer engin“ Fjölskylda í Kópavoginum er farin að brosa eftir erfiðan háltíma og rúmlega það þegar bíl fjölskyldunnar var stolið með tveggja ára son innanborðs. 17. ágúst 2016 16:53
Starfsfólk leikskóla barnsins fann bílinn við Krónuna í Kórahverfi Búið er að handtaka mann sem stal bíl með tveggja ára barni við leikskóla í Rjúpnasölum eftir hádegi í dag. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu áður og tengist hann ekki fjölskyldu barnsins á neinn hátt. 17. ágúst 2016 16:33