Uppbygging hefjist á næstu fimm árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. mars 2017 07:00 Áætlað er að fram fari samkeppni um skipulag á svonefndum stjórnarráðsreit og niðurstöður úr henni verða kynntar á 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga, 1. desember 2018. „Það sem við erum að skoða núna eru möguleikar á því að hagræða í húsnæðismálum Stjórnarráðsins í heild. Þá erum við að horfa til þess að fá sem flest ráðuneytin inn á Stjórnarráðsreitinn í framtíðinni,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Hún segir að skipulagssamkeppnin verði undirbúin strax á þessu ári. „Markmið okkar eru að ráðuneytin verði í öruggu framtíðarhúsnæði en nokkur ráðuneyti, til dæmis forsætisráðuneytið, er að hluta til í leiguhúsnæði,“ bætir Ragnhildur við. Eins og fram hefur komið komu upp rakaskemmdir í húsnæði velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu, og voru skrifstofur ráðuneytisins því fluttar að Skógarhlíð 6. Áætlað er að starfsemi þess ráðuneytis verði innan tveggja ára flutt í húsnæði að Skúlagötu 4, sem er sama húsnæði og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er í. Sú ákvörðun er háð því að Hafrannsóknastofnun, sem er líka núna að Skúlagötu 4, flytji úr húsinu.Gert er ráð fyrir að uppbygging á stjórnarráðsreitnum gæti hafist á næstu fimm árum og segir Ragnhildur að gert verði ráð fyrir tilteknum fjármunum í þetta verkefni í langtímaáætlunum. „Þetta er vissulega margra ára verkefni og forsendan er að í heild reynist framkvæmd og uppbygging af þessu tagi hagkvæmari til lengri tíma litið en að hafa ráðuneytin mjög dreifð og í mismunandi hagkvæmu húsnæði, jafnvel í leiguhúsnæði, á dýrum stað í miðbænum,“ segir hún. Ragnhildur segir að í hönd fari greining á hvað uppbygging á húsnæðinu myndi kosta. „En það fer auðvitað eftir því hve mörg ráðuneyti yrðu í slíku húsnæði,“ segir hún. Áhugi er fyrir því að starfsemi utanríkisráðuneytisins á Rauðarárstíg flytjist á reitinn auk þess sem rætt er um fleiri ráðuneyti. Ragnhildur segir stjórnarráðsreitinn vera dýran reit á góðum stað. „Við höfum verið að horfa á það hvort einhverjar stofnanir ættu líka að færast inn á reitinn. En það mun væntanlega koma í ljós þegar skipulagssamkeppnin fer af stað,“ segir hún. Hafró flytur í HafnarfjörðinnHafrannsóknastofnun verður flutt i Fornubúðir 5 í Hafnarfirði, segir í skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem birt var á vef Alþingis í gær. Húsnæðið við Fornubúðir verður að mestu nýbygging og hægt er að sníða hana að þörfum stofnunarinnar, sem kemst með því undir eitt þak, en er nú á þremur stöðum í höfuðborginni; í leiguhúsnæði á Grandagarði og skrifstofur og rannsóknarstofur eru bæði á Skúlagötu 4 og að Árleyni 22. „Rannsóknaskipin fá lægi í höfninni rétt við húsið. Þá er mögulegt að stækka húsið og þegar eru uppi hugmyndir um að koma þar á fót þekkingarsetri um hafið og heimskautin, auk þess sem sjávarklasi með sprotafyrirtækjum og þekkingarfyrirtækjum í sjávarútvegi hefur lýst miklum áhuga á að komast í nábýli við stofnunina með samstarf í huga,“ segir í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Áætlað er að fram fari samkeppni um skipulag á svonefndum stjórnarráðsreit og niðurstöður úr henni verða kynntar á 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga, 1. desember 2018. „Það sem við erum að skoða núna eru möguleikar á því að hagræða í húsnæðismálum Stjórnarráðsins í heild. Þá erum við að horfa til þess að fá sem flest ráðuneytin inn á Stjórnarráðsreitinn í framtíðinni,“ segir Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Hún segir að skipulagssamkeppnin verði undirbúin strax á þessu ári. „Markmið okkar eru að ráðuneytin verði í öruggu framtíðarhúsnæði en nokkur ráðuneyti, til dæmis forsætisráðuneytið, er að hluta til í leiguhúsnæði,“ bætir Ragnhildur við. Eins og fram hefur komið komu upp rakaskemmdir í húsnæði velferðarráðuneytisins í Hafnarhúsinu, og voru skrifstofur ráðuneytisins því fluttar að Skógarhlíð 6. Áætlað er að starfsemi þess ráðuneytis verði innan tveggja ára flutt í húsnæði að Skúlagötu 4, sem er sama húsnæði og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er í. Sú ákvörðun er háð því að Hafrannsóknastofnun, sem er líka núna að Skúlagötu 4, flytji úr húsinu.Gert er ráð fyrir að uppbygging á stjórnarráðsreitnum gæti hafist á næstu fimm árum og segir Ragnhildur að gert verði ráð fyrir tilteknum fjármunum í þetta verkefni í langtímaáætlunum. „Þetta er vissulega margra ára verkefni og forsendan er að í heild reynist framkvæmd og uppbygging af þessu tagi hagkvæmari til lengri tíma litið en að hafa ráðuneytin mjög dreifð og í mismunandi hagkvæmu húsnæði, jafnvel í leiguhúsnæði, á dýrum stað í miðbænum,“ segir hún. Ragnhildur segir að í hönd fari greining á hvað uppbygging á húsnæðinu myndi kosta. „En það fer auðvitað eftir því hve mörg ráðuneyti yrðu í slíku húsnæði,“ segir hún. Áhugi er fyrir því að starfsemi utanríkisráðuneytisins á Rauðarárstíg flytjist á reitinn auk þess sem rætt er um fleiri ráðuneyti. Ragnhildur segir stjórnarráðsreitinn vera dýran reit á góðum stað. „Við höfum verið að horfa á það hvort einhverjar stofnanir ættu líka að færast inn á reitinn. En það mun væntanlega koma í ljós þegar skipulagssamkeppnin fer af stað,“ segir hún. Hafró flytur í HafnarfjörðinnHafrannsóknastofnun verður flutt i Fornubúðir 5 í Hafnarfirði, segir í skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem birt var á vef Alþingis í gær. Húsnæðið við Fornubúðir verður að mestu nýbygging og hægt er að sníða hana að þörfum stofnunarinnar, sem kemst með því undir eitt þak, en er nú á þremur stöðum í höfuðborginni; í leiguhúsnæði á Grandagarði og skrifstofur og rannsóknarstofur eru bæði á Skúlagötu 4 og að Árleyni 22. „Rannsóknaskipin fá lægi í höfninni rétt við húsið. Þá er mögulegt að stækka húsið og þegar eru uppi hugmyndir um að koma þar á fót þekkingarsetri um hafið og heimskautin, auk þess sem sjávarklasi með sprotafyrirtækjum og þekkingarfyrirtækjum í sjávarútvegi hefur lýst miklum áhuga á að komast í nábýli við stofnunina með samstarf í huga,“ segir í skýrslunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira