Sport

Sportið í dag: Mál KR og KA, formaður KKÍ og Ásta Júlía

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli koma endurnærðir til leiks eftir helgarfrí.
Henry Birgir og Kjartan Atli koma endurnærðir til leiks eftir helgarfrí. vísir/vilhelm

Sportið í dag kemur sterkt til leiks eftir helgarfrí. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Páll Kristjánsson er nýsestur í formannsstólinn hjá knattspyrnudeild KR og hans bíður erfitt verkefni. Páll kemur í settið í dag. 

KA-menn hafa endursamið við knattspyrnuleikmenn sína og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri félagsins, fer yfir stöðuna. 

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, svarar gagnrýni Hamars á að ákvörðun stjórnar KKÍ hafi verið ólögleg er tímabilið var flautað af á dögunum. 

Þá verður körfuboltakonan Ásta Júlía Grímsdóttir á línunni en tímabili hennar í bandaríska háskólakörfuboltanum er lokið.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×