Innlent

Smitaðir nálgast 1.100 talsins en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð

Kjartan Kjartansson skrifar
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða. Myndin er úr safni.
Skimun fyrir kórónaveirunni hjá Heilsugæslunni Höfða. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð.

Á síðunni kemur einnig fram að tuttugu og fimm séu á sjúkrahúsi vegna veirunnar, þar af níu á gjörgæslu. Alls eru 9.531 í sóttkví og 945 í einangrun. Þá hafa 4.796 manns lokið sóttkví.  Sýni hafa verið tekin úr 15.484.

Klukkan tvö verður, líkt og síðustu daga, haldinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis og sóttvarnalæknis þar sem farið verður yfir stöðu þeirra mála sem tengjast faraldri kórónuveirunnar og aðgerðum til þess að sporna við útbreiðslu.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi. Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, verður gestur fundarins í dag og mun hún ræða þau fjölmörgu og flóknu verkefni sem Rauði krossinn sinnir í tengslum við COVID-19.

Upplýsingafundurinn verður í beinni útsendingu og textalýsingu á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.