Lyfta lóðum, mála veggi og rækta pottaplöntur í samkomubanni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. mars 2020 22:20 Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Íslendingar sitja ekki auðum höndum þó svo að þeir haldi sig heima í samkomubanninu. Þegar þeir lyfta ekki lóðum í stofunni hjá sér eru landsmenn í óðaönn við að mála íbúðina, parketleggja eða rækta pottaplöntur. Þeir fara þó sjaldnar í búðina en versla meira í hvert skipti. Kórónuveiran og meðfylgjandi samkomubann hafa haft marktæk áhrif á kauphegðun Íslendinga. Markaðsvakt Meniga sýnir þannig að algjör sprenging hafi orðið í sölu á hvers kyns íþróttatólum og tækjum til heimabrúks. Eftir að tilkynnt var um samkomubann þrefaldaðist salan á milli ára og var fimmfalt meiri í fyrstu viku samkomubannsins, samanborið við sömu viku í fyrra. Þá hafa Íslendingar farið að leigja búnað, til að mynda hjá líkamsræktarstöðinni Hress í Hafnarfirði. „Hjólin voru mjög vinsæl, pallar og handlóð - þau voru virkilega vinsæl. Ég er búin að fá mikið af spurningum um ketilbjöllur,“ segir Nótt Jónsdóttir. „Það er í rauninni bara allt. Það er búið að bjóða yfirverð í leigutækin en við vildum tryggja að okkar viðskiptavinir gætu æft heima og við settum þá í forgang,“ Aukin hreyfing kallar á aukna næringu. Þannig hafa kaup Íslendinga í matvöruverslunum verið allt að helmingi meiri eftir samkomubann en þau voru á sama tíma í fyrra samkvæmt tölum frá Meniga. Aftur á móti hefur búðarferðum þeirra ekki fjölgað að ráði, þannig að ljóst er að landsmenn fara nú sjaldnar að kaupa í matinn en versla meira í hvert skipti. Íslendingar nýta heimaveruna þó ekki aðeins til matseldar, heldur jafnframt til framkvæmda. „Fólk er mikið að leggja parket og mála. Svo sjáum við líka blöndunartæki og annað slíkt,“ segir Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira