Sport

Sportið í dag: Dómarar, Einar Jóns og Israel Martin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stýrið í Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stýrið í Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Strákarnir í Sportinu í dag slá ekki slöku við, frekar en fyrri daginn.

Í þætti dagsins, sem hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport, mætir fótboltadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson í settið og kynnir útgáfu af VAR-kerfinu sem hefur verið hannað hér á Íslandi. 

Körfuboltadómarinn Rögnvaldur Hreiðarsson verður í viðtali en hann hefur dæmt 2000 leiki. Einar Jónsson handboltaþjálfari er einnig í viðtali um sitt næsta verkefni og þá verður rætt við handboltakappann Arnar Freyr Ársælsson sem ætlar að hjálpa sínu félagi, FH. 

Körfuboltaþjálfarinn Isreal Martin verður einnig til viðtals en staðan í heimalandi hans, Spáni, er erfið um þessar mundir. 

Svo verður landsleikur Íslands og Rúmeníu skoðaður en þjóðirnar sem mætast í vináttuleik í FIFA í dag. Smá sárabót fyrir landsleik þjóðanna í umspili EM sem átti að fara fram á Laugardalsvelli í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×