Sport

Sportið í dag: Dómarar, Einar Jóns og Israel Martin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stýrið í Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli halda um stýrið í Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Strákarnir í Sportinu í dag slá ekki slöku við, frekar en fyrri daginn.

Í þætti dagsins, sem hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport, mætir fótboltadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson í settið og kynnir útgáfu af VAR-kerfinu sem hefur verið hannað hér á Íslandi. 

Körfuboltadómarinn Rögnvaldur Hreiðarsson verður í viðtali en hann hefur dæmt 2000 leiki. Einar Jónsson handboltaþjálfari er einnig í viðtali um sitt næsta verkefni og þá verður rætt við handboltakappann Arnar Freyr Ársælsson sem ætlar að hjálpa sínu félagi, FH. 

Körfuboltaþjálfarinn Isreal Martin verður einnig til viðtals en staðan í heimalandi hans, Spáni, er erfið um þessar mundir. 

Svo verður landsleikur Íslands og Rúmeníu skoðaður en þjóðirnar sem mætast í vináttuleik í FIFA í dag. Smá sárabót fyrir landsleik þjóðanna í umspili EM sem átti að fara fram á Laugardalsvelli í dag.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.