NBA stórstjarnan Karl-Anthony Towns hefur sagt frá því að móðir hans berst nú fyrir lífi sínu eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.
Karl-Anthony Towns segir að móður hans, Jacqueline Cruz, sé nú haldið sofandi en hún er í öndunarvél vegna áhrifa sjúkdómsins.
Karl-Anthony Towns er leikmaður Minnesota Timberwolves og var valinn í stjörnuleikinn á þessu tímabili. Hann er með 26,5 stig, 10,8 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í 35 leikjum á þessari leiktíð.
"This disease is real... This disease needs not to be taken lightly. Please protect your families, your loved ones, your friends, yourself."
— CNN (@CNN) March 25, 2020
NBA player Karl-Anthony Towns says his mother is in a coma and urges people to take Covid-19 seriously https://t.co/3rW6WtQ7VJ pic.twitter.com/6870Br7KUF
Hinn 24 ára gamli Karl-Anthony Towns ákvað að tala um veikindi móður sinnar á opinberum vettvangi til að vekja athygli á því hversu alvarleg útbreiðsla kórónuveirunnar er.
„Ég held að það sé mjög mikilvægt að allir átti á sig á alvarleika þess sem er í gangi í heiminum núna vegna kórónuveirunnar,“ sagði Karl-Anthony Towns.
„Ég tel að ég geti hjálpað til með því að setja frá því hvernig lífið mitt er núna. Ég ákvað því að taka upp þetta myndband og segja ykkur nýjustu stöðuna,“ sagði Towns.
Karl-Anthony Towns announces that his mother is in a coma after showing COVID-19 symptoms pic.twitter.com/OFHYjGZpy4
— Sports Illustrated (@SInow) March 25, 2020
Karl-Anthony Towns tók upp sex mínútna tilfinningaríkt myndband og setti það inn á Instagram síðu sína.
„Mér var sagt það snemma í síðustu viku að foreldrum mínum liði ekki vel. Fyrstu viðbrögð voru að sækja strax læknishjálp. Það er engin ástæða til að bíða, farið bara á næsta spítala,“ sagði Towns og skoraði á fólk að taka þessu alvarlega.
„Hún var ekki að ná sér af þessu. Henni leið mjög illa og lungun urðu verri og verri. Við héldum alltaf að næsta meðal myndi hjálpa,“ sagði Towns en ekkert gekk og móðir hans er nú haldið sofandi í öndunarvél.