Innlent

Segir móður sína sem lést hafa verið með alvarlegan astma

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Konan var greind með kórónuveiruna fyrir um viku.
Konan var greind með kórónuveiruna fyrir um viku. Vísir/Vilhelm

Liðlega sjötug kona sem hafði glímt við alvarlegan og krónískan astma lést í gær af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún hafði verið greind með veiruna í um viku.

Konan lést af völdum sjúkdómsins Covid 19 á smitsjúkdómadeild Landspítalans í gær. Í tilkynningu frá Landspítalanum segir að konan hafi glímt við langvarandi veikindi.

Sonur konunnar staðfestir að hún hafi verið með astma. Hún var greind með kórónuveiruna fyrir viku ásamt eiginmanni og öðrum syni sínum. Þau smituðust hér innanlands.

Annar sonur hennar, sem ekki er með veiruna og gat því ekki hitt hana síðustu daga hennar, segir að ástand móður sinnar hafi verið metið þannig að hún þyldi ekki öndunarvél, enda skapi það mikið álag á líkamann.

Hann segir hana hafa verið mikið veika strax frá greiningu þótt líðan hafi sveiflast upp og niður, en hún var mjög fljótlega lögð inn á spítala.

Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins hér á landi. Áður hefur komið fram að ástralskur ferðamaður á fertugsaldri hafi verið smitaður af veirunni en ekki hefur fengið endanlega staðfest hvort veiran hafi dregið hann til dauða.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.