Sport

Sportið í dag: Forseti ÍSÍ, Anton Sveinn, Hallbera og rafíþróttir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson bjóða upp á þéttan þátt af Sportinu í dag. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, mætir í settið og þá verður rætt við sundmanninn Anton Svein McKee.

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfubolta, verður á línunni. Hann leikur með Unics Kazan í Rússlandi.

Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals, ræðir um framtíðarmál fótboltafólks á Íslandi.

Sýnt verður beint frá landsleik Íslands og Rússlands í Pro Evolution Soccer klukkan 16:00 á Stöð 2 eSport í dag. Rætt verður við fyrirliða íslenska liðsins.

Þá verður Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG, í viðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×