Körfubolti

Fyrsti NBA-leikmaðurinn sem greindist með veiruna hættur að finna lykt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rudy Gobert hefur verið valinn varnarmaður ársins í NBA tvö ár í röð.
Rudy Gobert hefur verið valinn varnarmaður ársins í NBA tvö ár í röð. vísir/getty

Rudy Gobert, fyrsti leikmaðurinn í NBA-deildinni í körfubolta sem greindist með kórónuveiruna, er hættur að finna lykt. Frakkinn greindi frá þessu á Twitter.

Eftir að Gobert greindist með kórónuveiruna var tímabilinu í NBA frestað um óákveðinn tíma.

Allir leikmenn Utah Jazz eru í sóttkví og Donovan Mitchell er einnig með kórónuveiruna.

Eftir að Gobert greindist með kórónuveiruna rifjuðu fjölmiðlar vestanhafs upp uppákomu á blaðamannafundi þar sem Frakkinn lék sér að því að snerta alla hljóðnema á borðinu fyrir framan hann. Gobert vildi þar með sanna að hann væri ekki hræddur við veiruna.

Þá bárust fréttir af því að hann hefði hegðað sér með mjög óábyrgum hætti í búningsklefa Utah. Gobert baðst seinna afsökunar á fíflalátunum sem hann sýndi.

Gobert hefur verið valinn besti varnarmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Hann hefur leikið með Utah frá 2013 og á ferli sínum í NBA er hann með 11,7 stig, 11,0 fráköst og 2,2 varin skot að meðaltali í leik.


Tengdar fréttir

„Hjálpaðu okkur Kevin Durant“

Læknar vilja fá áhrifavalda úr íþróttaheiminum með sér í lið til að reyna sannfæra unga fólkið um alvarleika útbreiðslu kórónuveirunnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.