NBA deildin frestar öllu tímabilinu út af kórónuveirunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 06:00 LeBron James, Anthony Davis og félagar þeirra í Los Angeles Lakers eru komnir í ótímabundið frí vegna kórónuveirunnar. Getty/Harry How Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra. NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Hlutirnir gerðust hratt hjá NBA deildinni í nótt og áður en ákveðið var að spila án áhorfenda þá tóku forráðamenn NBA þá stóru ákvörðun að fresta öllum leikjum í ótakmarkaðan tíma. NBA tók þessa ákvörðun eftir að leikmaður Utah Jazz liðsins greindist með kórónuveiruna og hún var tilkynnt rétt áður en leikur Utah Jazz og Oklahoma City Thunder átti að hefjast í nótt. NBA To Suspend Season Following Tonight's Games pic.twitter.com/2PTx2fkLlW— NBA (@NBA) March 12, 2020 NBA sagði að leikmaður Utah Jazz, sem greindist með kórónuveiruna, hafi ekki verið á leiknum en óstaðfestar fréttir er að leikmaðurinn sé franski miðherjinn Rudy Gobert. Samkvæmt heimildum bandarísku fjölmiðlamannanna innan raða Utah Jazz þá komust læknar fyrst af því að Rudy Gobert væri hvorki með inflúensu eða öndunarfærasýking en svo hafi þeir prófað að kanna hvort hann væri með Covid-19 og það próf var jákvætt. „Þetta er klikkun. Þetta getur ekki verið satt. Það er eins og þetta sé sena í kvikmynd. Óraunverulegt,“ sagði Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, þegar hann fékk fréttirnar. When Utah Jazz center Rudy Gobert tested positive for coronavirus, it put the league in a corner on a decision it should have made earlier, writes @JeffZillgitt. https://t.co/Ez8IPHGnrX— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 12, 2020 „Þetta snýst ekki um körfubolta eða peninga. Þetta er að stækka svo hratt og nú er maður farinn að hugsa um fjölskyldurnar. Við erum að passa upp á það að geta þetta á réttan hátt,“ sagði Cuban. „Það er mjög alvarlegt ástand þessa stundina og ég held að deildin hafi gert það hárrétta í stöðunni,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Áður en kom að frestun NBA deildarinnar hafði Golden State Warriors, fyrst liða, tilkynnt að allir heimaleikir liðsins yrðu spilaðir án áhorfenda. Ástæðan var að San Francisco hafði bannað fjöldasamkomur með meira en þúsund gesti. Ekkert kom þó að því þar sem NBA deildin steig einu risastóru skrefi lengra.
NBA Bandaríkin Wuhan-veiran Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira