Sport

Dagskráin í dag: NBA jólaveisla

Ísak Hallmundarson skrifar
Hvað gera LeBron og félagar á móti Doncic?
Hvað gera LeBron og félagar á móti Doncic? getty/Harry How

Fjórir leikir eru á dagskrá í NBA-deildinni í beinni á Stöð 2 Sport í dag.

Zion Williamsson og félagar í New Orleans Pelicans mæta Miami Heat, en Heat komst alla leið í úrslit á síðasta keppnistímabili þar sem liðið tapaði fyrir LA Lakers. Þessi leikur verður í beinni frá kl. 17:00 á Stöð 2 Sport 2.

Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks mæta Steph Curry og Golden State Warriors en sá leikur er sýndur í beinni kl. 19:30 á Stöð 2 Sport 2.

Næst eru það Boston Celtics og Brooklyn Nets sem mætast á slaginu 22:00 en Brooklyn liðið er spennandi þetta tímabilið með Kevin Durant og Kyrie Irving í fararbroddi. 

Kl. 01:00 í nótt mætast síðan tveir heimsklassa leikmenn þegar LA Lakers fær Dallas Mavericks í heimsókn. LeBron James leikur fyrir NBA-meistara Lakers en unga stjarnan Luka Doncic leikur fyrir Dallas Mavericks. 

Allir leikirnir eru í beinni á Stöð 2 Sport 2 en alla dagskrá dagsins má skoða hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×