Örlítill grenjandi minnihluti Steingríms er mikill minnihluti Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 10:08 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis birti snakillan pistil í Morgunblaðinu í dag. visir/vilhelm Athyglisverðar orðskýringar Steingríms J. Sigfússonar vekja athygli. „Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós. Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós.
Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira