Sport

Fjallið ætlar að berjast við atvinnuboxara í næsta mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Júlíus Björnsson sést hér blóðugur eftir eina æfingu sína á dögunum.
Hafþór Júlíus Björnsson sést hér blóðugur eftir eina æfingu sína á dögunum. Instagram/@thorbjornsson

Hafþór Júlíus Björnsson ætlar ekki bara að undirbúa sig fyrir bardagann á móti Eddie Hall með æfingum. Hann ætlar líka að berjast við atvinnuboxara í fyrsta mánuðinum á nýju ári.

Boxbardaga Fjallsins Hafþórs Júlíusar Björnssonar og Bretans Eddie Hall verður í Las Vegas í september og íslenski kraftakarlinn og fyrrum sterkasti maður heims hefur unnið markvisst af því að breyta sér úr aflraunamanni yfir í boxara á undanförnum mánuðum.

Hafþór Júlíus hefur leyft fylgjendum sínum að sjá frá æfingum sínum og það leyni sér ekki að hann er í mikilli framför. Það er samt allt annað að æfa eða að keppa á móti reyndum boxara og Eddie Hall er reyndari en okkar maður.

Hafþór fór því skrefinu lengra í undirbúningi sínum með því að leita uppi atvinnuboxara til að berjast við sig í hringnum.

Hafþór Júlíus Björnsson hefur nú tilkynnt um það að hann mun berjast við Steven Ward í næsta mánuði.

Bardaginn mun fara fram í Reykjavík og hefur verið settur á 16. janúar næstkomandi.

Steven Ward hefur viðurnefnið „Quiet Man“ eða „Þögli maðurinn“ sett yfir á íslensku.

Steven Ward er frá Belfast á Norður-Írlandi og er fyrrum Evrópumeistari í léttvigt. Hann kom til greina fyrir valið á boxbardaga ársins 2019 þegar hann vann Liam Conroy í svakalegum bardaga í Ulster Hall í Belfast.

Ward barðist síðast í september og vann þá sigur á Jone Volau í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt.

Það verður athyglisvert að sjá Fjallið í þessum æfingabardaga en Hafþór Júlíus ætlar að senda hann út ókeypis á sínum miðlum og hefur því ekkert að fela þótt að bardaginn gæti endaði illa.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu Hafþórs.

Box

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.