Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 20:18 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir deiluna á erfiðum stað. Vísir/Vilhelm Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna. Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna.
Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41