Gunnleifur þakkar fyrir sig: Montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2020 16:30 Gunnleifur Gunnleifsson á metið yfir flesta deildarleiki á Íslandi. vísir/bára Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Leikjahæsti leikmaður í sögu íslenskrar deildarkeppni í fótbolta, markmaðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna formlega á hilluna. „Ég var hættur að æfa um mitt síðasta sumar og fannst ágætt að loka þessu bara formlega, og þakka fyrir mig,“ segir Gunnleifur við Vísi, en hann sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í dag. Takk fyrir mig pic.twitter.com/YWCkxaDefp— gulligull1 (@GGunnleifsson) November 20, 2020 Gunnleifur, sem er 45 ára gamall, var aðstoðarþjálfari og varamarkmaður Breiðabliks í sumar en kom ekkert við sögu á Íslandsmótinu. Hann sat á varamannabekknum í ellefu leikjum en Brynjar Atli Bragason tók við því hlutverki seinni hluta tímabilsins. Anton Ari Einarsson var aðalmarkmaður liðsins. Gunnleifur hafði áður misst af aðeins einum deildarleik sem leikmaður Breiðabliks, á sjö keppnistímabilum. Alls afrekaði hann það að leika 439 deildarleiki á Íslandi á aldarfjórðungi í boltanum, miðað við yfirlit Víðis Sigurðssonar höfundar bókaflokksins Íslensk knattspyrna, og er það Íslandsmet. Gunnleifur Gunnleifsson lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2000 og þann síðasta 14 árum síðar.Nordic photos/AFP „Ég er montinn af ferlinum og sé ekki eftir neinu. Það hefur auðvitað margt gengið á á 26 ára ferli í meistaraflokki, og allt of langt mál að kafa djúpt ofan í það, en ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir ferilinn og hvað hann gat verið langur og skemmtilegur,“ segir Gunnleifur. Hættir sem aðstoðarþjálfari en í umfangsmiklu starfi hjá Breiðabliki Hann mun áfram starfa hjá Breiðabliki, þó ekki lengur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Gunnleifur mun meðal annars þjálfa 2., 6. og 8. flokk karla, og sinna markmannsþjálfun hjá öllum flokkum. Hvað líkamlegt atgervi varðar segist Gunnleifur allt eins hafa getað haldið áfram að spila, en hugurinn hafi verið kominn annað. Gunnleifur varð Íslands- og bikarmeistari með FH.Mynd/Daníel „Nú er ég kominn í annað og breytt hlutverk. Ég þekki ekkert annað en að vera markmaður svo þetta eru auðvitað mikil tímamót hjá mér. Maður er rétt byrjaður að líta til baka og það rifjast ýmislegt upp, og þetta er fyrst og fremst bara geggjaður tími heilt yfir. Það er ekkert sem stendur sérstaklega upp úr, eins og titlar, og slíkt heldur öll þessi dæmi um fólk sem maður hefur kynnst og bardaga sem maður hefur tekið þátt í.“ Með landsliðinu í hálfan annan áratug Gunnleifur er uppalinn hjá hinu Kópavogsliðinu, HK, en hefur einnig leikið með KVA, KR, Keflavík og FH á sínum ferli, auk þess að vera um skamman tíma hjá liði Vaduz í Liechtenstein, sem lék í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann varð Íslands- og bikarmeistari með KR árið 1999, þá reyndar í hlutverki varamarkmanns, og átti svo drjúgan þátt í bikarmeistaratitli FH árið 2010 og Íslandsmeistaratitli liðsins tveimur árum síðar. Gunnleifur var líka lengi hluti af íslenska A-landsliðshópnum og lék 26 leiki en hann missti óvænt sæti sitt í hópnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins 2016. Síðasti landsleikur sem hann spilaði var 1-0 sigur gegn Eistlandi í vináttulandsleik sumarið 2014.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tímamót Kópavogur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira