Náðu að stela Söru frá Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:01 Sara Sigmundsdóttir í auglýsingaherferð WIT Fitnes. @wit.fitness Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness. CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness.
CrossFit Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira