70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 23:34 1,37 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 í Bretlandi og tæp 52 þúsund látist. epa/Steve Parsons Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent