Sport

Dag­skráin í dag: Ítölsku og spænsku mörkin á­samt ýmsum gull­molum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Roma vann góðan sigur um helgina þar sem Henrikh Mkhitaryan skoraði þrennu.
Roma vann góðan sigur um helgina þar sem Henrikh Mkhitaryan skoraði þrennu. EPA-EFE/Riccardo Antimiani

Þó lítið sé um beinar útsendingar í dag og kvöld er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum. Raunar er um engar beinar útsendingar að ræða en það verður samt sem áður nóg um að vera.

Stöð 2 Sport

Við endursýnum helstu leiki úr síðustu umferð Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu ásamt því að Meistaradeildarmörkin eru á dagskrá klukkan 16.50. Klukkutíma síðar, klukkan 17.50, er síðasti þáttur af Dominos Körfuboltakvöld á dagskrá og klukkan 19.30 er uppgjörsþáttur Stúkunnar með Gumma Ben á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 17.30 eru ítölsku mörkin á dagskrá með öllu því helsta sem gerðist um helgina á dagskrá. Klukkan 18.20 er svo komið að spænsku mörkunum.

Þá sýnum við fjölda leikja frá því um liðna helgi: Enska B-deildin, spænski körfuboltinn, ítalski og spænski fótboltinn ásamt NFL.

Stöð 2 Sport 3

Við endursýnum fjölda íslenskra knattspyrnuleikja frá því hér forðum daga.

Hér má sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport og hliðarrása.

Hér má sjá hvað er framundan í beinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×