Lífið

Back to the Fu­ture-leik­konan Elsa Ra­ven er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Persóna Elsu Raven berðist fyrir því að klukkuturninum yrði bjargað í Back to the Future.
Persóna Elsu Raven berðist fyrir því að klukkuturninum yrði bjargað í Back to the Future. Universal

Bandaríska leikkonan Elsa Raven, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Back to the Future, er látin, 91 árs að alsri.

Á ferli sínum birtist hún einnig í fjölda sjónvarpsþátta eins og Everybody Loves Raymond, The A-Team og Seinfeld.

Þekktust er hún þó fyrir hlutverk sitt sem „klukkuturnskonan“ í Back to the Future frá árinu 1985. Í myndinni sést til hennar þar sem hún hristir söfnunarbauk fyrir framan Marty McFly og kærustu hans Jennifer þar sem hún hvetur þau til að „bjarga klukkuturninum“.

BBC segir frá því að Raven hafi andast á heimili sínu í Los Angeles.

Raven fór einnig með hlutverk við tökur á stórmyndinni Titanic frá árinu 1997, en flest atriðin sem skörtuðu Raven voru síðar klippt úr myndinni. Þó voru senurnar nýttar í tónlistarmyndbandinu við lagi Celine Dion, My Heart Will Go On. Þar sést til Raven þar sem persóna hennar heldur utan um mann sinn þar sem þau liggja í rúmi sínu um borð í skipinu á meðan sjávaryfirborðið hækkar um borð þar sem skipið sekkur.

Raven lék einnig í myndum á borð við The Amityville Horror og In the Line of Fire þar sem hún lék leigusala persónu Johns Malkovich.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×