Lífið

Leikarinn og grín­istinn John Sessions er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
John Sessions árið 2011.
John Sessions árið 2011. Getty

Breski leikarinn og grínistinn John Sessions er látinn, 67 ára að aldri.

BBC segir frá því að umboðsmaður Sessions hafi staðfest að Sessions hafi andast á heimili sínu í suðurhluta Lundúna. Hann hafi að undanförnu glímt við hjartasjúkdóm.

Sessions er þekktastur fyrir þátttöku sína í pallboðsgrínþáttum eins og Whose Line Is It Anyway?, QI og Have I Got News for You.

Hann hafi einnig leikið í sjónvarpsþáttum á borð við Stella Street og Just William og kvikmyndum eins og Henry V í leikstjórn Kenneth Branagh og Gangs of New York í leikstjórn Martin Scorcese. 

Þá fór hann með hlutverk breska forsætisráðherrans Edward Heath í myndinni The Iron Lady þar sem Meryl Streep fór með hlutverk Margaret Thatcher.

Sömuleiðis má nefna að hann fór með hlutverk Lord John Russell í bresku þáttunum Viktoríu.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×