Fótbolti

UEFA í­hugar að spila EM í einu landi og Rússarnir eru taldir lík­legastir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Króatíski snillingurinn Luka Modric reynir að loka á Jóhann Berg Guðmundsson í leik Íslands og Króatíu á HM 2018.
Króatíski snillingurinn Luka Modric reynir að loka á Jóhann Berg Guðmundsson í leik Íslands og Króatíu á HM 2018. Getty

UEFA skoðar nú allar sviðsmyndir fyrir Evrópumótið næsta sumar. Upphaflega átti mótið að fara fram í ár, 2020, í tólf löndum en nú íhugar UEFA að spila mótið í einu landi.

Tólf borgir í tólf löndum í Evrópu átti að hýsa mótið í ár en vegna kórónuveirufaraldursins var mótinu frestað um eitt ár. Úrslitaleikurinn átti að fara fram á Wembley en nú gætu þeir ensku misst úrslitaleikinn.

Aleksander Čeferin, forseti UEFA, hefur staðfest að UEFA skoði nú allar sviðsmyndir en hann segir mikilvægt að mótið fari fram næsta sumar. Það gæti því verið öruggast að gera það í einu landi.

Ekki hefur þó verið tekin nein ákvörðun um hvað verður með mótið en nú er talið líklegast að mótið fari fram í Rússlandi, líkt og HM 2018. Aserbaídsjan hefur einnig verið nefndur sem líklegur áfangastaður en ólíklegt er af því verði vegna stríðsins við Armeníu.

Ísland mætir Ungverjalandi eftir tíu daga í úrslitaleik um sæti á mótinu en sigurvegarinn úr því einvígi mun vera í riðli með Portúgal, Þýskalandi og Frakklandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.