Sport

Dag­skráin í dag: Ellefu beinar út­sendingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi er í beinni útsendingu í dag.
Haukur Helgi er í beinni útsendingu í dag. TWITTER SÍÐA ANDORRA

Ellefu beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Þar má finna útsendingar frá fótbolta, NFL, golfi og spænska körfuboltanum.

Fyrsta útsending dagsins fer fram á Stöð 2 Golf er Italien Open hefst klukkan 10.00. Drive On Championship - Reynolds á LPGA hefst svo klukkan 16.00 og The Zozo Championship á PGA-túrnum klukkan 20.00.

Það eru fimm leikir í beinni í ítalska boltanum í dag. Cagliari og Crotone mætast klukkan 10.30 og klukkan 13.00 verður flautað til leiks hjá Benevento og Napoli annars vegar og Parmia og Spezia hins vegar.

Fiorentina og Udinese mætast klukkan 16.00 og ítölsku meistararnir í Juventus mæta Hellas Verona svo klukkan 18.30.

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Morabanc Andorra mæta Barcelona í spænska körfuboltanum í kvöld en það er einnig tvíhöfði í NFL; Houston Texans og Green Bay Packers mætast klukkan 15.55 og kvöldleikurinn er svo á milli New England Patriots og San Francisco 49ers.

Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.