Menning

Bein útsending: Stafrænt útgáfuhóf í Hafnarfirði

Tinni Sveinsson skrifar
Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason.
Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason.

Í dag klukkan 14 verður haldið útgáfuhóf í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði þar sem hjónin Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason fagna útgáfum nýrra bóka sinna.

Bók Bjarkar heitir Hetja og bók Gunnars heitir Barnaræninginn.

„Við ætlum ekki að sitja við stofuborð og vona að einhverjir horfi. Við viljum gera þetta skemmtilegt og orkumikið,“ segir Gunnar.

Auk þess að þau segja frá bókunum verður boðið upp á happdrætti. Á svæðinu verður einnig Tímavörðurinn, sem passar upp á að þetta verði ekki leiðinlegt. Þá verða áhorfendur í sal, sýnd atriði fyrir báðar bækur og þar sem bók Bjarkar fjallar um hesta er aldrei að vita nema að það mæti hestar á svæðið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.