Sport

27 manna Ólympíuhópur fyrir ÓL í Tókýó

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á listanum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á listanum. Vísir/Getty

ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur birt lista yfir þá íþróttamenn sem stefna að þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó sem fyrirhugaður eru eftir 9 mánuði en setningarathöfnin mun fara fram 23.júlí 2021.

Leikarnir áttu að hefjast þann 24.júlí síðastliðinn en var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins og áhrifa hans um allan heim.

Í tilkynningu frá ÍSÍ segir að sambandið hafi unnið með sérsamböndum ÍSÍ að því að skilgreina Ólympíuhóp keppaenda vegna leikanna.

„Um er að ræða þá aðila sem eru að stefna að þátttöku og vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana sem og þá aðila sem sérsambönd ÍSÍ telji að eigi möguleika á þátttöku m.a. með því að vinna sér þátttökurétt í gegnum úrtökumót. Aðeins einn keppandi hefur náð lágmörkum og tryggt sér þannig keppnisrétt, en það er Anton Sveinn McKee sundmaður.“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Reglur íþróttagreina eru misjafnar hvað varðar möguleika íþróttafólks á að vinna sér þátttökurétt. Í ákveðnum greinum er miðað við lágmörk sem þarf að ná, meðan í öðrum þarf að keppa á fjölmörgum alþjóðlegum mótum og vinna sér inn stig á heimslista. Lokalisti í þeim greinum á vormánuðum 2021 segir svo til um hvaða keppendur vinna sér þátttökurétt á leikana.

Hér fyrir neðan má sjá 27 manna lista af því íþróttafólki sem gæti keppt fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Tókýó.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.