Katrín Tanja önnur í grein tvö: Toomey og Fraser með fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:40 Katrín Tanja Davíðsdóttir fór í viðtal eftir frammistöðu sína í grein tvö þar sem hún varð önnur. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Sjá meira
Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00
Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45
Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31