Katrín Tanja önnur í grein tvö: Toomey og Fraser með fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2020 16:40 Katrín Tanja Davíðsdóttir fór í viðtal eftir frammistöðu sína í grein tvö þar sem hún varð önnur. Skjámynd/Youtube Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð sig mjög vel í annarri grein ofurúrslita heimaleikanna en tókst þó ekki að koma í veg fyrir annan sigur Tiu-Clair Toomey í röð. Katrín Tanja Davíðsdóttir var önnur í brekkuhlaupinu en hún kláraði á þremur mínútum og 13,18 sekúndum eða rúmum sjö sekúndum á eftir Tiu-Clair Toomey sem vann sína aðra grein í röð. Katrín Tanja fékk því 75 stig fyrir grein tvö og er þar með komin með 110 stig samanlagt. Hún er í þriðja sæti 90 stigum á eftir Toomey. Hin unga Haley Adams er önnur, 20 stigum á undan Katrínu og 70 stigum á eftir Toomey. Tia-Clair Toomey hefur unnið yfirburðasigur á heimsleikunum síðustu ár og lítur ekki út fyrir að vera gefa mikið eftir ekki frekar en Mathew Fraser í karlaflokkunum. Keppendur í grein tvö áttu að hlaupa með þunga sandpoka á bakinu upp 320 metra brekku sem er vissulega í brattari lagi. Pokinn hjá stelpunum var 13,6 kíló. Tia-Clair Toomey tók fyrstuna í byrjun og Katrín Tanja varð í þriðja sætinu framan af hlaupinu en kom sér í upp í annað sætið eftir rúma eina og hálfa mínútu. Katrín Tanja hélt öðru sætinu út hlaupið en tókst ekki að hlaupa uppi Tiu-Clair Toomey. Brooke Wells byrjaði hlaupið vel en endaði í síðasta sætinu alveg eins og í grein eitt. Hill Sprints? @MathewFras is 2/2 at the 2020 Games. pic.twitter.com/AKhpaEiI5C— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2020 Mathew Fraser vann sandpokabrekkuhlaupið nokkuð sannfærandi hjá körlunum og er því kominn með tvö hundruð stig af tvö hundruð mögulegum. Hann er stax kominn með sjötíu stiga forystu. Fraser byrjaði aftarlega í sandpokahlaupinu en stakk síðan af í lokin og vann annan öruggan sigur í röð. Hann kláraði á 2:51,54 mín. en Samuel Kwant varð annar á 3:07,90 mín. Samuel Kwant er annar í heildarkeppninni en hann hefur verið í öðru og þriðja sæti í fyrstu tveimur greinunum. Justin Medeiros varð annar í fyrstu grein en sofnaði aðeins á verðinum í lokin og missti af fjórða sætinu til Jeffrey Adler á síðustu metrunum. Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í kvennaflokki: 1. Tia-Clair Toomey, Ástralíu 200 stig 2. Haley Adams, Bandaríkjunum 130 stig 3. Katrín Tanja Davíðsdóttir, Íslandi 110 stig 4. Kari Pearce, Bandaríkjunum 90 stig 5. Brooke Wells, Bandaríkjunum 30 stig Stig eftir fyrstu tvær greinarnar í karlaflokki: 1. Mathew Fraser, Bandaríkjunum 200 stig 2. Samuel Kwant, Bandaríkjunum 130 stig 3. Justin Medeiros, Bandaríkjunum 90 stig 4. Jeffrey Adler, Kanada 70 stig 4. Noah Ohlsen, Bandaríkjunum 70 stig
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00 Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45 Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Gælir við HM eftir að hafa grýtt sleggjunni sjötíu metra Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Sjá meira
Katrín Tanja fjórða eftir flottan endasprett í fyrstu greininni Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði ekki nógu vel en hún átti flottan endasprett og forðaði sér frá síðasta sætinu í fyrstu grein á ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit. 23. október 2020 16:00
Bein útsending: Fyrsti dagurinn hjá Katrínu Tönju í ofurúrslitum heimsleikanna í CrossFit Fyrstu fimm greinarnar á heimsleikunum í CrossFit fara fram í dag og hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu. 23. október 2020 14:45
Katrín Tanja lét Castro ekki hræða sig: Ég vona að þú standir við það Dave Castro var ekkert að fara að takast það að taka Katrínu Tönju Davíðsdóttur á taugum með yfirlýsingum um rosalega erfiða lokagrein á heimsleikunum sem hefjast í dag. 23. október 2020 12:31