Lífið

Arnór Dan og Vigdís eignuðust stúlku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stúlkan kom í heiminn 17. október. 
Stúlkan kom í heiminn 17. október. 

Arnór Dan Arnarson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir eignuðust stúlku þann 17. október.

Arnór greinir frá þessu á Instagram en stúlkan kom í heimin á fæðingarstofu í Björkinni.

„Elsku vinir. Fallega dóttir okkar kom í heiminn 17. október. Vigdís sýndi ótrúlegan kraft þegar hún fæddi dóttur okkar sem er algjörlega heilbrigð. Konan mín geislar hreinlega af móðurást,“ segir Arnór í færslunni.

„Ég er ekki enn búinn að átta mig á þessari reynslu sem mun breyta lífi okkar til frambúðar. Þær eru mér allt og ég hef aldrei fundið jafn mikla von í lífi mínu. Svo get ég ekki lýst þakklæti mínu til ljósmæðranna á Björkinni.“

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.