Hefur ekki undan við að skila þýfi kattarins Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 21. október 2020 19:39 Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“ Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Þjófóttur köttur í Kópavogi virðist taka mið af árstíðum við val á þýfinu. Eigandi segist eiga fullt í fangi með að reyna skila því sem hann stelur af nágrönnunum. Fjölskylda í Kópavogi tók mömmu hans að sér frá Kattholti fyrir einu og hálfu ári en hún var kettlingafull. „Hann var eini kettlingurinn sem kom eiginlega öfugur út og það voru pínu vandræði með fæðinguna, þannig við ákváðum að eiga hann. Hann er mjög óvenjulegur karakter,“ segir Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, eigandi Leós. Fljótlega eftir að Leo varð fullvaxta fór að bera á undarlegri hegðun hans. Í sumar kom Leó nánast á hverjum degi heim með leikföng og sundgleraugu sem hann hafði rænt úr heitum pottum í hverfinu. Í haust tók annað tímabil við. „Hann fór að koma inn með gluggalista,“ segir Theodóra. „Sumir hverjir voru bara mjög langir. Þetta voru bara tveggja metra langir listar sem hann var að draga hérna inn til okkar.“ Og nú virðist Leó vera kominn með annað þema. „Þetta er jólasería. Þannig þetta er nýjasta þemað hjá honum. Ég bara vona að hann fari ekki að draga jólaseríur frá nágrönnunum inn til mín,“ segir Theodóra. „Þannig að hann er svona „seasonal“ safnari.“ Theodóra hefur brugðið á það ráð að auglýsa athæfi kattarins á Facebooksíðu hverfisins þar sem hún lýsir eftir eiganda þýfisins. Þá er hún búin að kaupa GPStæki sem hún festir á köttinn til að geta fylgst með ferðum hans. „Ég á eftir að fara í nokkur hús og skila þessu dóti sem hann hefur verið að taka. Ég vona bara að fólk hafi gaman að þessu, þetta er skemmtileg kista og hún er ægilega góð og við komum þessu til skila sem hann er að taka til.“
Kópavogur Dýr Gæludýr Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira