Rotaðist í fjallgöngu í skjálftanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 15:26 Eins og sjá má blæddi úr höfði Benedikts eftir höggið, rothöggið. Aðsend Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Eftir að hafa toppað fjallið fann hann jörðina hreyfast, hann hafði enga stjórn og rotaðist í skamma stund. Úr varð að sauma þurfti spor í hnakka Benedikts sem í fyrsta skipti í gær ákvað að hafa sárabindi með í fjallgöngu. Benedikt lýsti því í samtali við Mbl.is í dag að hann hefði verið á toppi fjallsins að taka ljósmyndir þegar fæturnir fóru bara undan. Flestir á suðvesturhorninu fundu fyrir skjálftanum en voru sem betur fer fæstir á fjöllum. Stærðin var 5,6 og upptökin ekki langt frá Keili. Fjallið tók kipp. Keilir er tignarlegt fjall á Reykjanesinu. Gangan að fjallinu er í lengri kantinum en flestum fært að komast upp.Vísir/Vilhelm „Ég var að virða fyrir mér útsýnið þegar allt fer af stað og ég missi lappirnar. Það er mjög erfitt að lýsa þessu,“ segir Benedikt Þórður í samtali við Vísi. Honum hafi liðið eins og hann væri að missa meðvitund eða jafnvægisskynið. „Ég hrundi niður og náði ekkert að sporna við því,“ segir Benedikt. Hann segist hafa fengið höfuðhögg og ekkert munað eftir sér í skamma stund. Hann rankaði við sér aðeins neðar í hlíðinni og afráðið strax að koma sér ofar, á öruggari stað. Benedikt og Benzi Labrador hundur Benedikts og nafni, Benzi, var með í för og greinilega nokkuð brugðið. En slapp þó vel. „Þegar ég spretti upp og kem mér ofar er hann kominn í lappirnar á mér. Hann var væntanlega smá hissa á þessu öllu saman,“ segir Benedikt. Benedikt með sárabindið og Keilir tignarlegur í bakgrunni.Aðsend Hann segist hafa látið vita af fyrirhugaðri göngu og fljótlega fóru símtöl að berast. Líka frá forvitnu fólki sem vildi vita hvort hann hefði fundið skjálftann. Líklega algengasta spurning gærdagsins. Hann tekur undir að það sé mikilvægt að láta vita af ferðum sínum, hvort sem er á fjöll eða annað. Hann ímyndar sér að hann hefði ekkert endilega verið betur staddur á göngu í gegnum hraunið að fjallinu þegar skjálftinn varð. Eintóm heppni Benedikt segist eftir nokkrar mínútur hafa fundið fyrir einhverju á hnakkanum. Þar blæddi úr en ótrúlegt en satt var Benedikt með sárabindi með sér. Eitthvað sem hann hafi aldrei áður gert. Útsýnispalluirnn á Keili í gær.Benedikt Jakobsson „Það var eintóm heppni. Ég hef aldrei áður verið vel búinn en í þetta eina skipti var eitthvað sem sagði mér að það væri best að taka þetta með.“ Hann sé enginn göngugarpur. Hafi bara gaman af útiverunni. „Ég vildi bara viðra mig og hundinn, njóta veðursins. Ekkert meira en það. Þetta átti að verða góður dagur,“ segir Benedikt léttur. Fjögur eða fimm spor Sauma þurfti fjögur eða fimm spor í hnakka Benedikts. Hundurinn Benzi á röltinu innan um laust grjótið.Benedikt Jakobsson „Læknirinn sagði fjögur spor. En svo tók ég mynd af þessu og vinkona mín benti mér á að þetta væru fimm spor. Svo þetta eru fjögur skástrik fimm spor,“ segir hann léttur. Í fregnum í gær kom fram að ekkert benti til þess að nokkur hefði slasast í skjálftanum. „Ég brosti að því,“ segir Benedikt en ekki er vitað til þess að fleiri hafi slasað sig í skjálftanum. Bendikt mætti pari á niðurleið þegar hann gekk upp fjallið. Eftir að hafa náð áttum svipaðist hann um eftir þeim og sá að þau voru á ferð, að vinna sig rólega niður fjallið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Fjallamennska Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Eftir að hafa toppað fjallið fann hann jörðina hreyfast, hann hafði enga stjórn og rotaðist í skamma stund. Úr varð að sauma þurfti spor í hnakka Benedikts sem í fyrsta skipti í gær ákvað að hafa sárabindi með í fjallgöngu. Benedikt lýsti því í samtali við Mbl.is í dag að hann hefði verið á toppi fjallsins að taka ljósmyndir þegar fæturnir fóru bara undan. Flestir á suðvesturhorninu fundu fyrir skjálftanum en voru sem betur fer fæstir á fjöllum. Stærðin var 5,6 og upptökin ekki langt frá Keili. Fjallið tók kipp. Keilir er tignarlegt fjall á Reykjanesinu. Gangan að fjallinu er í lengri kantinum en flestum fært að komast upp.Vísir/Vilhelm „Ég var að virða fyrir mér útsýnið þegar allt fer af stað og ég missi lappirnar. Það er mjög erfitt að lýsa þessu,“ segir Benedikt Þórður í samtali við Vísi. Honum hafi liðið eins og hann væri að missa meðvitund eða jafnvægisskynið. „Ég hrundi niður og náði ekkert að sporna við því,“ segir Benedikt. Hann segist hafa fengið höfuðhögg og ekkert munað eftir sér í skamma stund. Hann rankaði við sér aðeins neðar í hlíðinni og afráðið strax að koma sér ofar, á öruggari stað. Benedikt og Benzi Labrador hundur Benedikts og nafni, Benzi, var með í för og greinilega nokkuð brugðið. En slapp þó vel. „Þegar ég spretti upp og kem mér ofar er hann kominn í lappirnar á mér. Hann var væntanlega smá hissa á þessu öllu saman,“ segir Benedikt. Benedikt með sárabindið og Keilir tignarlegur í bakgrunni.Aðsend Hann segist hafa látið vita af fyrirhugaðri göngu og fljótlega fóru símtöl að berast. Líka frá forvitnu fólki sem vildi vita hvort hann hefði fundið skjálftann. Líklega algengasta spurning gærdagsins. Hann tekur undir að það sé mikilvægt að láta vita af ferðum sínum, hvort sem er á fjöll eða annað. Hann ímyndar sér að hann hefði ekkert endilega verið betur staddur á göngu í gegnum hraunið að fjallinu þegar skjálftinn varð. Eintóm heppni Benedikt segist eftir nokkrar mínútur hafa fundið fyrir einhverju á hnakkanum. Þar blæddi úr en ótrúlegt en satt var Benedikt með sárabindi með sér. Eitthvað sem hann hafi aldrei áður gert. Útsýnispalluirnn á Keili í gær.Benedikt Jakobsson „Það var eintóm heppni. Ég hef aldrei áður verið vel búinn en í þetta eina skipti var eitthvað sem sagði mér að það væri best að taka þetta með.“ Hann sé enginn göngugarpur. Hafi bara gaman af útiverunni. „Ég vildi bara viðra mig og hundinn, njóta veðursins. Ekkert meira en það. Þetta átti að verða góður dagur,“ segir Benedikt léttur. Fjögur eða fimm spor Sauma þurfti fjögur eða fimm spor í hnakka Benedikts. Hundurinn Benzi á röltinu innan um laust grjótið.Benedikt Jakobsson „Læknirinn sagði fjögur spor. En svo tók ég mynd af þessu og vinkona mín benti mér á að þetta væru fimm spor. Svo þetta eru fjögur skástrik fimm spor,“ segir hann léttur. Í fregnum í gær kom fram að ekkert benti til þess að nokkur hefði slasast í skjálftanum. „Ég brosti að því,“ segir Benedikt en ekki er vitað til þess að fleiri hafi slasað sig í skjálftanum. Bendikt mætti pari á niðurleið þegar hann gekk upp fjallið. Eftir að hafa náð áttum svipaðist hann um eftir þeim og sá að þau voru á ferð, að vinna sig rólega niður fjallið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Fjallamennska Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira