Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 15:44 Tölvuteiknuð mynd af Osiris-Rex að nálgast yfirborð Bennu. Geimfarið lendir ekki á yfirborðinu til að taka sýnið heldur teygir niður hreyfiarm sem þyrlar upp efni á yfirborðinu og grípur það. NASA/Goddard/University of Arizona Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. Bennu er aðeins um 500 metra breitt smástirni og á sýnatakan aðeins að taka örfáar sekúndur. Geimfarið nálgast þá yfirborðið og dælir niður gasi úr hreyfiarmi til þess að róta upp jarðveginum. Ætlunin er að grípa ryk og efni sem þyrlast upp, pakka því inn í hylki og senda það aftur til jarðarinnar. Markmiði er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af efni en breska ríkisútvarpið BBC segir að vísindamennirnir sem standa að leiðangrinum séu vongóðir um að þeir næli sé í kíló eða meira. Áætlað er að sýnatakan eigi sér stað klukkan 22:15 að íslenskum tíma í kvöld. Þá verða Osiris-Rex og Bennu í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni, utan við sporbraut jarðar og hinum megin við sólina. Líklega hluti úr stærra smástirni frá upphafi sólkerfisins Osiris-Rex kom að Bennu árið 2018 og kom þá í ljós að hugmyndir manna um yfirborð smástirnisins reyndust reistar á sandi. Þeir höfðu búist við sandkenndu yfirborði en nærmyndir frá geimfarinu sýndu að það var þvert á móti þakið stórum hnullungum. Einnig kom í ljós að efni af yfirborðinu þeyttist stundum út í geim. Eftir þrotlausa leit að öruggum stað til að taka sýni fundu stjórnendur leiðangursins tvo stórgrýtta staði. Aðalstaðurinn er Næturgalagígurinn og er um átta metra breiður. Armur Osiris-Rex þarf að þræða á milli stórra grjótklumpa en sá stærsti hefur fengið heitið „Dómsfjall“ og er á hæð við tveggja hæða hús. Misheppnist sýnatakan í kvöld verður reynt aftur á öðrum stað síðar en hann gengur undir nafninu „Gjóður“. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að Bennu sé aðeins stærra en fjallið Keilir. Smástirnið er úr grjóti, nærri því biksvart og endurvarpar aðeins um 4% af sólarljósinu sem fellur á það. Þar hafa fundist karbónöt en þau verða til þegar heitt vatn seitlar í gegnum grjót. Því er talið að Bennu sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir 100-1.000 milljónum ára. Því er talið að í því sé enn að finna leifar af efni frá myndun sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Klukkan 22:15 í kvöld fer fram sýnataka í 330 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Þá snertir armur @OSIRISREx gervitunglsins yfirborð smástirnisins Bennu og blæs upp ryki og litlum steinum. Gangi allt upp koma sýnin til Jarðar 24. september árið 2023. https://t.co/O27cSc4eDb— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 20, 2020 Væntanlegt til jarðar haustið 2023 Sýnatakan verður algerlega sjálfvirk enda geta stjórnendur leiðangursins á jörðinni ekki stýrt geimfarinu í rauntíma. Það tekur ljós átján mínútur að fara á milli geimfarsins og jarðar. Þá mun ekki liggja fyrir hvort að sýnatakan heppnaðist fyrr en eftir tíu daga þegar búið verður að bera saman þyngd geimfarsins fyrir og eftir hana, að sögn Space.com. Gangi allt að óskum lendir hylki með sýninu úr Bennu á jörðinni árið 2023. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA nýtur þar fulltingis þeirrar japönsku sem hefur reynslu af því að taka sýni úr smástirni. Von er á jarðvegssýni úr smástirninu Ryugu sem geimfarið Hayabusa-2 tók til jarðar í desember. Geimfarið sjálft lendir ekki á jörðinni heldur sleppir hylki með fallhlíf þegar það þýtur fram hjá 24. september 2023. Osiris-Rex verður áfram á braut um sólina. Bennu er svonefnt jarðnándarsmástirni og getur næst komist um 7,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Sævar Helgi segir í tísti um sýnatökuna í kvöld að um 0,0003% líkur séu á því að Bennu rekist á jörðina í kringum árið 2190. Yfirlitsmynd yfir Næturgalagíginn á Bennu. Útlínur Osiris-Rex eru teiknaðar inn á myndina til þess að sýna stærðarhlutföllin. Sýnatökustaðurinn er sagður á breidd við tennisvöll í einliðaleik.NASA/Goddard/University of Arizona Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar. Bennu er aðeins um 500 metra breitt smástirni og á sýnatakan aðeins að taka örfáar sekúndur. Geimfarið nálgast þá yfirborðið og dælir niður gasi úr hreyfiarmi til þess að róta upp jarðveginum. Ætlunin er að grípa ryk og efni sem þyrlast upp, pakka því inn í hylki og senda það aftur til jarðarinnar. Markmiði er að safna að minnsta kosti sextíu grömmum af efni en breska ríkisútvarpið BBC segir að vísindamennirnir sem standa að leiðangrinum séu vongóðir um að þeir næli sé í kíló eða meira. Áætlað er að sýnatakan eigi sér stað klukkan 22:15 að íslenskum tíma í kvöld. Þá verða Osiris-Rex og Bennu í um 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni, utan við sporbraut jarðar og hinum megin við sólina. Líklega hluti úr stærra smástirni frá upphafi sólkerfisins Osiris-Rex kom að Bennu árið 2018 og kom þá í ljós að hugmyndir manna um yfirborð smástirnisins reyndust reistar á sandi. Þeir höfðu búist við sandkenndu yfirborði en nærmyndir frá geimfarinu sýndu að það var þvert á móti þakið stórum hnullungum. Einnig kom í ljós að efni af yfirborðinu þeyttist stundum út í geim. Eftir þrotlausa leit að öruggum stað til að taka sýni fundu stjórnendur leiðangursins tvo stórgrýtta staði. Aðalstaðurinn er Næturgalagígurinn og er um átta metra breiður. Armur Osiris-Rex þarf að þræða á milli stórra grjótklumpa en sá stærsti hefur fengið heitið „Dómsfjall“ og er á hæð við tveggja hæða hús. Misheppnist sýnatakan í kvöld verður reynt aftur á öðrum stað síðar en hann gengur undir nafninu „Gjóður“. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að Bennu sé aðeins stærra en fjallið Keilir. Smástirnið er úr grjóti, nærri því biksvart og endurvarpar aðeins um 4% af sólarljósinu sem fellur á það. Þar hafa fundist karbónöt en þau verða til þegar heitt vatn seitlar í gegnum grjót. Því er talið að Bennu sé brot úr mun stærra smástirni sem sundraðist fyrir 100-1.000 milljónum ára. Því er talið að í því sé enn að finna leifar af efni frá myndun sólkerfisins fyrir um fjórum og hálfum milljarði ára. Klukkan 22:15 í kvöld fer fram sýnataka í 330 milljón km fjarlægð frá Jörðinni. Þá snertir armur @OSIRISREx gervitunglsins yfirborð smástirnisins Bennu og blæs upp ryki og litlum steinum. Gangi allt upp koma sýnin til Jarðar 24. september árið 2023. https://t.co/O27cSc4eDb— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) October 20, 2020 Væntanlegt til jarðar haustið 2023 Sýnatakan verður algerlega sjálfvirk enda geta stjórnendur leiðangursins á jörðinni ekki stýrt geimfarinu í rauntíma. Það tekur ljós átján mínútur að fara á milli geimfarsins og jarðar. Þá mun ekki liggja fyrir hvort að sýnatakan heppnaðist fyrr en eftir tíu daga þegar búið verður að bera saman þyngd geimfarsins fyrir og eftir hana, að sögn Space.com. Gangi allt að óskum lendir hylki með sýninu úr Bennu á jörðinni árið 2023. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA nýtur þar fulltingis þeirrar japönsku sem hefur reynslu af því að taka sýni úr smástirni. Von er á jarðvegssýni úr smástirninu Ryugu sem geimfarið Hayabusa-2 tók til jarðar í desember. Geimfarið sjálft lendir ekki á jörðinni heldur sleppir hylki með fallhlíf þegar það þýtur fram hjá 24. september 2023. Osiris-Rex verður áfram á braut um sólina. Bennu er svonefnt jarðnándarsmástirni og getur næst komist um 7,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Sævar Helgi segir í tísti um sýnatökuna í kvöld að um 0,0003% líkur séu á því að Bennu rekist á jörðina í kringum árið 2190. Yfirlitsmynd yfir Næturgalagíginn á Bennu. Útlínur Osiris-Rex eru teiknaðar inn á myndina til þess að sýna stærðarhlutföllin. Sýnatökustaðurinn er sagður á breidd við tennisvöll í einliðaleik.NASA/Goddard/University of Arizona
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira