Lífið

„Óendanlega þakklát frábæru læknateymi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölnir og Margrét á árshátíð RÚV á sínum tíma. 
Fjölnir og Margrét á árshátíð RÚV á sínum tíma. 

Margrét Magnúsdóttir og Fjölnir Þorgeirsson eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 13.október þegar drengur kom í heiminn.

Margrét er lögfræðingur á RÚV og Fjölnir hefur í mörg ár verið hestaræktandi. Fjölnir greinir frá þessu á Instagram.

„Yndislegi sonur okkar kom í heiminn 13. október og allt gekk vonum framar og erum við óendanlega þakklát frábæru læknateymi á Landsspítalanum og erum við í skýjunum með drenginn okkar,“ skrifa Fjölnir á samfélagsmiðlinum en drengurinn var um þrjú kíló og 48 sentímetrar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.