Gagnrýnir auglýsingaherferð Eflingar um launaþjófnað: „Ómálefnaleg og veruleikafirrt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 06:42 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Myndin var tekin þegar lífskjarasamningurinn var kynntur í Ráðherrabústaðnum í byrjun apríl. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA ekki málsvara þeirra sem gerist sekir um refsivert athæfi. Sú mynd sem stéttarfélagið Efling dragi upp stjórnendum fyrirtækja og SA í nýrri auglýsingaherferð gegn launaþjófnaði sé bæði „ómálefnaleg og veruleikafirrt.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Halldór Benjamín ritar í Morgunblaðið í dag. Fyrr í vikunni var fjallað um herferð Eflingar gegn launaþjófnaði, meðal annars hér á Vísi, með vísan í tilkynningu félagsins. Í tilkynningunni kom fram að heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, næmu ríflega milljarði væri horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefði „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ Markmiðið sé að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum Halldór Benjamín segir í grein sinni í Morgunblaðinu í dag að auglýsingaherferðin hafi það markmið að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum. „Atvinnurekendur séu upp til hópa brotamenn sem veigri sér ekki við að hlunnfara starfsfólk sitt. Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórnendum fyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins (SA) er ómálefnaleg og veruleikafirrt. SA eru ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi. SA tóku ásamt ASÍ þátt í starfi nefndar um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði sem lagði til refsiábyrgð vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota gegn launafólki. SA hafa lengi stutt breytingar á lögum til aðhrinda þessum tillögum í framkvæmd,eins og ítrekað var í grein formannsSA í Fréttablaðinu 19. ágúst sl. HvorkiEfling né ASÍ geta andmælt því,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni. Þannig hafi SA vænt þess að ný starfskjaralög yrðu samþykkt á Alþingi síðastliðið vor þar sem ákvæði um refsiábyrgð væri að finna. Geta ekki stutt tillögu sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings „Það hefur því miður ekki gerst, einkum vegna kröfu ASÍ um allt aðra útfærslu viðurlaga en samþykkt hafði verið í samráðshópi ráðherra og vilyrði var gefið um í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerðlífskjarasamningsins. Engin samstaða er um tillögu ASÍ semfelur í stuttu máli í sér að atvinnurekanda sem vangreiði launamanni beri að endurgreiða honum hin vangreiddu laun með dráttarvöxtum og 100% álagi. Samtök atvinnulífsins geta ekki stutt tillögu ASÍ sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings við atvinnurekanda fremur en að leita friðsamlegrar lausnar og veldur sundrungu og glundroða á vinnumarkaði,“ segir í grein Halldórs Benjamíns. Þá bendir hann jafnframt á að mikilvægt sé að hafa í huga að íslenskir kjarasamningar séu flóknir og einkum kjarasamningar fyrir verkafólk. Ekki tilviljun að fleiri ágreiningsmál séu vegna kjarasamninga verkafólks en verslunarmanna Þannig sé það ekki tilviljun að fjöldi ágreiningsmála sé margfalt meiri vegna kjarasamninga verkafólks en samninga verslunarmanna sem séu töluvert einfaldari í framkvæmd. Í kjaraviðræðum SA við Eflingu og SGS í fyrra hafi samtökin lagt áherslu á að framsetning kjarasamninganna yrði gerð skýrari „til að tryggja rétta framkvæmd þeirra og jafnt launafólk og atvinnurekendur gætu með auðveldum hætti áttað sig ágildandi reglum. Hugmyndum þessum var mætt af fullkomnu áhugaleysi afhálfu Eflingar. Samtök atvinnulífsins telja, meðal annars af þeim sökum, farsælast að taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði með því að óháður aðili, stjórnvöld eðadómstólar, leggi mat á brot og ákveði hæfileg viðurlög, líkt og nefnd um félagsleg undirboð og brotastarfsemilagði til. Slík lausn er fullkomlega í taktvið yfirlýsingu stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni. Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA ekki málsvara þeirra sem gerist sekir um refsivert athæfi. Sú mynd sem stéttarfélagið Efling dragi upp stjórnendum fyrirtækja og SA í nýrri auglýsingaherferð gegn launaþjófnaði sé bæði „ómálefnaleg og veruleikafirrt.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Halldór Benjamín ritar í Morgunblaðið í dag. Fyrr í vikunni var fjallað um herferð Eflingar gegn launaþjófnaði, meðal annars hér á Vísi, með vísan í tilkynningu félagsins. Í tilkynningunni kom fram að heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, næmu ríflega milljarði væri horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefði „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ Markmiðið sé að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum Halldór Benjamín segir í grein sinni í Morgunblaðinu í dag að auglýsingaherferðin hafi það markmið að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum. „Atvinnurekendur séu upp til hópa brotamenn sem veigri sér ekki við að hlunnfara starfsfólk sitt. Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórnendum fyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins (SA) er ómálefnaleg og veruleikafirrt. SA eru ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi. SA tóku ásamt ASÍ þátt í starfi nefndar um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði sem lagði til refsiábyrgð vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota gegn launafólki. SA hafa lengi stutt breytingar á lögum til aðhrinda þessum tillögum í framkvæmd,eins og ítrekað var í grein formannsSA í Fréttablaðinu 19. ágúst sl. HvorkiEfling né ASÍ geta andmælt því,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni. Þannig hafi SA vænt þess að ný starfskjaralög yrðu samþykkt á Alþingi síðastliðið vor þar sem ákvæði um refsiábyrgð væri að finna. Geta ekki stutt tillögu sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings „Það hefur því miður ekki gerst, einkum vegna kröfu ASÍ um allt aðra útfærslu viðurlaga en samþykkt hafði verið í samráðshópi ráðherra og vilyrði var gefið um í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerðlífskjarasamningsins. Engin samstaða er um tillögu ASÍ semfelur í stuttu máli í sér að atvinnurekanda sem vangreiði launamanni beri að endurgreiða honum hin vangreiddu laun með dráttarvöxtum og 100% álagi. Samtök atvinnulífsins geta ekki stutt tillögu ASÍ sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings við atvinnurekanda fremur en að leita friðsamlegrar lausnar og veldur sundrungu og glundroða á vinnumarkaði,“ segir í grein Halldórs Benjamíns. Þá bendir hann jafnframt á að mikilvægt sé að hafa í huga að íslenskir kjarasamningar séu flóknir og einkum kjarasamningar fyrir verkafólk. Ekki tilviljun að fleiri ágreiningsmál séu vegna kjarasamninga verkafólks en verslunarmanna Þannig sé það ekki tilviljun að fjöldi ágreiningsmála sé margfalt meiri vegna kjarasamninga verkafólks en samninga verslunarmanna sem séu töluvert einfaldari í framkvæmd. Í kjaraviðræðum SA við Eflingu og SGS í fyrra hafi samtökin lagt áherslu á að framsetning kjarasamninganna yrði gerð skýrari „til að tryggja rétta framkvæmd þeirra og jafnt launafólk og atvinnurekendur gætu með auðveldum hætti áttað sig ágildandi reglum. Hugmyndum þessum var mætt af fullkomnu áhugaleysi afhálfu Eflingar. Samtök atvinnulífsins telja, meðal annars af þeim sökum, farsælast að taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði með því að óháður aðili, stjórnvöld eðadómstólar, leggi mat á brot og ákveði hæfileg viðurlög, líkt og nefnd um félagsleg undirboð og brotastarfsemilagði til. Slík lausn er fullkomlega í taktvið yfirlýsingu stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni.
Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira