Sport

Skráði sig í sögu­bækurnar með sigri á Opna franska | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Iga Swiatek með bikarinn að loknum úrslitaleiknum.
Iga Swiatek með bikarinn að loknum úrslitaleiknum. EPA-EFE/IAN LANGSDON

Hin pólska Iga Świątek vann í dag Opna franska meistaramótið í tennis. Með því skráði hún sig í sögubækurnar en hún er fyrst allra Pólverja til að landa sigri á risamóti í tennis. Hún lagði Sofi Kenin frá Bandaríkjunum í úrslitum.

Kenin átti aldrei roð í Świątek þrátt fyrir að vera í 4. sæti heimslistans. Swiatek hafði þegar lagt Simonu Halep af velli en hún trónir á toppi heimslistans. Því var verkefni dagsins Świątek aldrei ofviða. 

Hún vann fyrra sett dagsins 6-4 og það síðara 6-1. Sigurinn aldrei í hættu og titillinn kominn í hús. 

Świątek er aðeins 19 ára gömul og var í 48. sæti heimslistans fyrir mótið. Það kom ekki að sök á hinum fornfræga Roland Garros-velli í París og var Swiatek verðskuldaður sigurvegari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×