Strax grunur um að fólkið ætlaði ekki að virða sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2020 13:08 Lögreglumennirnir sem handtóku þrjá ferðamenn sem brutu sóttkví þurftu að búa sig vel. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að grafalvarlegt mál sé að brjóta sóttkví og að það geti stefnt lífi fólks og öryggi í hættu. Ferðamennirnir, tveir karlar og ein kona, voru nýkomnir til landsins og bar að vera í sóttkví þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim á veitingahúsi skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að máli fólksins hafi verið lokið með sektargreiðslu. Fólkið er á leið frá landinu í dag. Grunur kviknaði fyrst um að tveir ferðamannana væru ólíklegir til að halda sóttkví þegar þeir komu til landsins á fimmtudag. Ásgeir segir að ábendingu um það hafi verið fylgt eftir með heimsókn á dvalarstað þeirra þar sem þeir voru minntir á reglurnar um hvað það þýddi að vera í sóttkví. Enginn var á dvalarstað ferðamannanna þegar það var kannað um kvöldmatarleytið í gær. Ásgeir segir að þeir hafi svo fundist með þriðja ferðalangnum við eftirlit með veitingastöðum í miðborginni. „Þetta er búið að vera verkefni sem er búið að standa frá því á fimmtudaginn. Það þótti strax ljóst við komuna að þessir tveir væru ólíklegir til að halda sóttkví,“ segir Ásgeir sem vill ekki skýra nánar í hverju sá grunur fólst. „Við greiningu þegar fólk kemur til landsins er hægt að lesa ýmislegt út úr fasinu og hvað fólk segir,“ segir hann. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Stórt og tímafrekt verkefni fyrir lögregluna Ekki er þó lokið máli annars erlends ferðamanns sem einnig var nýkominn til landsins og var handtekinn þegar hann reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi að verða átta í gærkvöldi. Hann var einnig handtekinn enda bar honum að vera í sóttkví. Ásgeir telur líklegt að því máli verði einnig lokið með sektargreiðslu. Í Facebook-færslu lögreglunnar er bent á að hún þurfi að hafa mikinn viðbúnað þegar afskipti eru höfð af fólki sem brýtur sóttkví til að tryggja öryggi lögreglumanna. Færslunni fylgdi mynd af þremur lögreglumönnum í hlífðarklæðnaði og grímum sem fóru á vettvang þegar ferðamennirnir þrír voru handteknir. „Það er grafalvarlegt mál að brjóta sóttkví - því með þannig óábyrgri hegðun getur þú stefnt lífi og öryggi annara í hættu. Virðum sóttkví, það er dauðans alvara!“ segir í færslu lögreglunnar. Ásgeir segir að þegar verkefni eins og þau í gærkvöldi berist þurfi lögreglan að taka tvær áhafnir úr umferð og klæða þær frá hvirfli til ylja í búning. „Þannig að þetta er gífurlega stórt og tímafrekt verkefni þegar við fáum svona,“ segir hann. Hann útilokar að fólkið hafi brotið sóttkví vegna tungumálamisskilnings. „Hvað sem fólk segir þá er þetta bara ásetningur. Fólki er algerlega gert skiljanlegt þegar það kemur til landsins hvernig það þarf að haga sér,“ segir Ásgeir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37 Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18 Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þrír erlendir ferðamenn sem voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi voru sektaðir um 250.000 krónur hver. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að grafalvarlegt mál sé að brjóta sóttkví og að það geti stefnt lífi fólks og öryggi í hættu. Ferðamennirnir, tveir karlar og ein kona, voru nýkomnir til landsins og bar að vera í sóttkví þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim á veitingahúsi skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að máli fólksins hafi verið lokið með sektargreiðslu. Fólkið er á leið frá landinu í dag. Grunur kviknaði fyrst um að tveir ferðamannana væru ólíklegir til að halda sóttkví þegar þeir komu til landsins á fimmtudag. Ásgeir segir að ábendingu um það hafi verið fylgt eftir með heimsókn á dvalarstað þeirra þar sem þeir voru minntir á reglurnar um hvað það þýddi að vera í sóttkví. Enginn var á dvalarstað ferðamannanna þegar það var kannað um kvöldmatarleytið í gær. Ásgeir segir að þeir hafi svo fundist með þriðja ferðalangnum við eftirlit með veitingastöðum í miðborginni. „Þetta er búið að vera verkefni sem er búið að standa frá því á fimmtudaginn. Það þótti strax ljóst við komuna að þessir tveir væru ólíklegir til að halda sóttkví,“ segir Ásgeir sem vill ekki skýra nánar í hverju sá grunur fólst. „Við greiningu þegar fólk kemur til landsins er hægt að lesa ýmislegt út úr fasinu og hvað fólk segir,“ segir hann. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Stórt og tímafrekt verkefni fyrir lögregluna Ekki er þó lokið máli annars erlends ferðamanns sem einnig var nýkominn til landsins og var handtekinn þegar hann reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi að verða átta í gærkvöldi. Hann var einnig handtekinn enda bar honum að vera í sóttkví. Ásgeir telur líklegt að því máli verði einnig lokið með sektargreiðslu. Í Facebook-færslu lögreglunnar er bent á að hún þurfi að hafa mikinn viðbúnað þegar afskipti eru höfð af fólki sem brýtur sóttkví til að tryggja öryggi lögreglumanna. Færslunni fylgdi mynd af þremur lögreglumönnum í hlífðarklæðnaði og grímum sem fóru á vettvang þegar ferðamennirnir þrír voru handteknir. „Það er grafalvarlegt mál að brjóta sóttkví - því með þannig óábyrgri hegðun getur þú stefnt lífi og öryggi annara í hættu. Virðum sóttkví, það er dauðans alvara!“ segir í færslu lögreglunnar. Ásgeir segir að þegar verkefni eins og þau í gærkvöldi berist þurfi lögreglan að taka tvær áhafnir úr umferð og klæða þær frá hvirfli til ylja í búning. „Þannig að þetta er gífurlega stórt og tímafrekt verkefni þegar við fáum svona,“ segir hann. Hann útilokar að fólkið hafi brotið sóttkví vegna tungumálamisskilnings. „Hvað sem fólk segir þá er þetta bara ásetningur. Fólki er algerlega gert skiljanlegt þegar það kemur til landsins hvernig það þarf að haga sér,“ segir Ásgeir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37 Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18 Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn handteknir, grunaðir um brot á sóttkví Erlendur ferðamaður sem var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi er grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn er sagður hafa verið afar ölvaður og reynt að efna til slagsmála. Þrír aðrir erlendir ferðamenn voru handteknir fyrir að brjóta sóttkví í gærkvöldi. 27. september 2020 07:37
Einn í öndunarvél með Covid-19 Fjórir liggja nú á Landspítalanum með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. Tveir voru lagðir inn á spítalann í gær samkvæmt upplýsingum Landspítalans. 27. september 2020 10:18
Tuttugu bætast í hóp smitaðra á milli daga Kórónuveirusmituðum fjölgaði um tuttugu manns í gær. Af þeim greindust fimm manns í sóttkví eða við handahófskennda skimun en fimmtán hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu. Fjórir eru nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. 27. september 2020 11:06