Innlent

Tvö ár langur tími í lífi ungra barna

Sylvía Hall skrifar
Salvör Nordal er umboðsmaður barna.
Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir nauðsynlegt að meta hvað sé barni fyrir bestu þegar kemur að umsóknum barnafjölskyldna um alþjóðlega vernd hér á landi. Tvö ár séu langur tími í lífi ungra barna sem hafa á þeim tíma myndað mikilvæg tengsl hér á landi.

Flytja á sex manna barnafjölskyldu frá Eygyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, úr landi í næstu viku.

Þetta kemur fram í svari Salvarar við fyrirspurn fréttastofu. Þar vísar hún til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 3. grein að það sem sé barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða aðrir gera ráðstafanir sem varða börn.

Barnasáttmálinn var fullgiltur fyrir Íslands hönd árið 1992 og lögfestur hér á landi árið 2013.

„Hvað varðar málefni barna sem ásamt fjölskyldum sínum haf sótt um alþjóðlega vernd hér á landi, hefur umboðsmaður barna lagt áherslu á að börn fái fái upplýsingar við hæfi, fái tækifæri til að tjá skoðanir sínar við málsmeðferðina, og að fram fari raunverulegt mat á því sem er barni fyrir bestu,“ segir í svari Salvarar.

Umboðsmaður barna hafi jafnframt ítrekað bent á nauðsyn þess að flýta meðferð mála barna og fjölskyldna í leit að alþjóðlegri vernd til þess að stytta þann tíma sem þau búa við óöryggi og óvissu um eigin framtíð.

„Mikilvægt er að líta til þess að tvö ár langur tími í lífi ungra barna sem á þeim tíma hafa lært tungumálið, fest hér rætur og myndað mikilvæg tengsl.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.