Barnamálaráðherra treystir dómsmálaráðherra til að vinna fram úr máli egypsku fjölskyldunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. september 2020 14:51 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, vísar á dómsmálaráðherra vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem vísa á úr landi. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. Mál fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli í vikunni en fyrst var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastarfi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur hefur tekið mjög á börnin. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri óásættanlegt að vísa ætti fjölskyldunni úr landi. Þörf væri á lagabreytingu til þess að tryggja fólki sem dvalið hefur svo lengi á landinu einhver réttindi til að dvelja áfram löglega. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Málið sé á borði dómsmálaráðherra Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvernig þetta mál horfir við honum. „Þetta mál er á borði dómsmálaráðherra og ég treysti henni mjög vel til að vinna fram úr þessu,“ sagði Ásmundur. Aðspurður hvort hann ætlaði eitthvað að beita sér í málinu benti hann á að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að aðgæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli.“ En hvernig viltu að hún bregðist við? „Það er auðvitað þannig að svona mál eru að taka alltof langan tíma og það höfum við verið öll sammála um en eins og ég segi, þá er ég ekki efnislega inni í þessu máli með sama hætti og þeir sem halda á því þannig að ég verð að benda á dómsmálaráðherra í þessu,“ sagði barnamálaráðherra. Fréttastofa ræddi einnig við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi og spurði hana út í ummæli sem höfðu voru eftir henni í gær þess efnis að hún hefði ekki heimild til þess að beita sér í máli egypsku fjölskyldunnar. Lögmenn sögðu í viðtölum í gær að það væri í rauninni ekki rétt og vísuðu í mál pakistanskrar fjölskyldu í Vesturbæ. Hvernig er þetta mál frábrugðið? „Við höfum auðvitað breytt reglum til þess að gera kerfið okkar betra og það gerum við í sífellu og erum alltaf að skoða hvernig við gætum gert betur, hvernig við getum haldið betur utan um neyðarkerfið okkar en ákvörðunar- og úrskurðarvald dómsmálaráðuneytisins, sem var einu sinni kærustjórnvald, var fært til kærunefndar útlendingamála í einstökum málum og það var gert til þess að hafa sjálfstæðan úrskurðaraðila, ekki í ráðuneytinu, eins og með tilmælum frá Rauða krossinum, svo ráðherra hefði ekki það vald í einstökum málum að taka ákvarðanir. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra og höfum breytt reglugerðum þess vegna,“ sagði Áslaug Arna. En þarna liggur fyrir að þú beittir þér í einstöku máli og færðir reglugerðina í sextán mánuði. Í máli egypsku fjölskyldunnar eru þetta fimmtán mánuðir og ellefu dagar. Samræmist þetta jafnræðisreglu? „Það voru almennar reglur sem giltu fyrir fleiri einstaklinga þar sem við styttum þessa málsferðartíma fyrir börn í samræmi við aðra málsmeðferðartíma sem við höfum styttri og það munar þá tveimur mánuðum á því hvort þú ert með barnafjölskyldu eða ekki. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar skilvirkara fyrir fólk af því að í því felst mannúð að fá að vita fyrr hvort þú fáir hér vernd til að hefja þá árangursríka aðlögun hér á landi og eyða þeirri óvissu sem þú ert í en líka til að fá fyrr það neikvæða svar svo óvissan sé í skemmri tíma.“ Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kveðst treysta Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, mjög vel til þess að vinna fram úr máli egypskrar barnafjölskyldu sem vísa á úr landi í næstu viku. Mál fjölskyldunnar hefur vakið mikla athygli í vikunni en fyrst var fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 á mánudag. Hjónin Dooa og Ibrahim komu til Íslands sumarið 2018 ásamt fjórum börnum sínum og sóttu um alþjóðlega vernd vegna ofsókna sem þau segjast verða fyrir í Egyptalandi vegna þátttöku fjölskylduföðurins í stjórnmálastarfi. Fjölskyldan hefur dvalið hér á landi í rúm tvö ár en fyrirhugaður flutningur hefur tekið mjög á börnin. Þau tala góða íslensku og hafa aðlagast samfélaginu hér vel. Lögfræðingur hjá Rauða krossinum sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það væri óásættanlegt að vísa ætti fjölskyldunni úr landi. Þörf væri á lagabreytingu til þess að tryggja fólki sem dvalið hefur svo lengi á landinu einhver réttindi til að dvelja áfram löglega. Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Málið sé á borði dómsmálaráðherra Í viðtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var barnamálaráðherra spurður hvernig þetta mál horfir við honum. „Þetta mál er á borði dómsmálaráðherra og ég treysti henni mjög vel til að vinna fram úr þessu,“ sagði Ásmundur. Aðspurður hvort hann ætlaði eitthvað að beita sér í málinu benti hann á að unnið hefði verið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í samstarfi á milli ráðherra. „Dómsmálaráðherra heldur á þessu máli og ég treysti henni vel til þess að aðgæta að Barnasáttmálanum rétt eins og annað og ég treysti henni vel til að vinna fram úr þessu máli.“ En hvernig viltu að hún bregðist við? „Það er auðvitað þannig að svona mál eru að taka alltof langan tíma og það höfum við verið öll sammála um en eins og ég segi, þá er ég ekki efnislega inni í þessu máli með sama hætti og þeir sem halda á því þannig að ég verð að benda á dómsmálaráðherra í þessu,“ sagði barnamálaráðherra. Fréttastofa ræddi einnig við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi og spurði hana út í ummæli sem höfðu voru eftir henni í gær þess efnis að hún hefði ekki heimild til þess að beita sér í máli egypsku fjölskyldunnar. Lögmenn sögðu í viðtölum í gær að það væri í rauninni ekki rétt og vísuðu í mál pakistanskrar fjölskyldu í Vesturbæ. Hvernig er þetta mál frábrugðið? „Við höfum auðvitað breytt reglum til þess að gera kerfið okkar betra og það gerum við í sífellu og erum alltaf að skoða hvernig við gætum gert betur, hvernig við getum haldið betur utan um neyðarkerfið okkar en ákvörðunar- og úrskurðarvald dómsmálaráðuneytisins, sem var einu sinni kærustjórnvald, var fært til kærunefndar útlendingamála í einstökum málum og það var gert til þess að hafa sjálfstæðan úrskurðaraðila, ekki í ráðuneytinu, eins og með tilmælum frá Rauða krossinum, svo ráðherra hefði ekki það vald í einstökum málum að taka ákvarðanir. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar betra og höfum breytt reglugerðum þess vegna,“ sagði Áslaug Arna. En þarna liggur fyrir að þú beittir þér í einstöku máli og færðir reglugerðina í sextán mánuði. Í máli egypsku fjölskyldunnar eru þetta fimmtán mánuðir og ellefu dagar. Samræmist þetta jafnræðisreglu? „Það voru almennar reglur sem giltu fyrir fleiri einstaklinga þar sem við styttum þessa málsferðartíma fyrir börn í samræmi við aðra málsmeðferðartíma sem við höfum styttri og það munar þá tveimur mánuðum á því hvort þú ert með barnafjölskyldu eða ekki. Við erum auðvitað alltaf að reyna að gera kerfið okkar skilvirkara fyrir fólk af því að í því felst mannúð að fá að vita fyrr hvort þú fáir hér vernd til að hefja þá árangursríka aðlögun hér á landi og eyða þeirri óvissu sem þú ert í en líka til að fá fyrr það neikvæða svar svo óvissan sé í skemmri tíma.“
Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira