Ólafur E. Friðriksson látinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. september 2020 20:23 Ólafur E. Friðriksson varð þjóðkunnur á upphafsárum Stöðvar 2 og þótti einn öflugasti fréttamaður landsins. Stöð 2/Skjáskot. Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Einn af brautryðjendum fréttastofu Stöðvar 2, Ólafur E. Friðriksson, er látinn eftir langvinn veikindi, 66 ára að aldri. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ólafur var í hópi fyrstu fréttamanna Stöðvar 2 haustið 1986 en áður hafði hann starfað sem blaðamaður á DV og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Hann gat sér fljótt orð sem einn öflugasti stjórnmálafréttamaður landsins og var einna kunnastur fyrir þátt sinn í að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í beinni útsendingu í myndveri Stöðvar 2 í september 1988. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar féll í þessari frægu útsendingu. Ólafur E. Friðriksson og Helgi Pétursson voru með þá Steingrím Hermannsson utanríkisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra í þættinum 1919 í myndveri Stöðvar 2.Stöð 2/Skjáskot. Ólafur gat sér einnig gott orð fyrir ritstörf. Fyrir bók sína „Skotveiðar í íslenskri náttúru“ var hann tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og bók hans „Læknir á vígvelli“, um störf Gísla H. Sigurðssonar í hernumdu Kúveit, vakti mikla athygli. Þá vann hann að gerð heimildarmynda, meðal annars um haförninn, „Hinn helgi örn“, og um verkalýðshreyfinguna og Guðmund J. Guðmundsson, „Tvennir tímar“. Ólafur í klippiherbergi að vinna að sjónvarpsfrétt á upphafsárum Stöðvar 2.Mynd/Úr einkasafni. Ólafur lærði stjórnmálafræði og síðar lögfræði og ritaði fjölda greina um lögfræðileg málefni. Eftir að hann hætti fréttamennsku starfaði hann um tíma hjá Íslenskri erfðagreiningu og síðast hjá Fjármálaeftirlitinu til ársins 2012, þegar hann lét af störfum vegna veikinda. Ólafur glímdi við blóðsjúkdóm á seinni árum og lést af völdum afleiðinga hans á Landspítalanum þann 1. september síðastliðinn. Hann var fæddur 6. apríl 1954. Ólafur Einar Friðriksson lætur eftir sig eiginkonu, Þórdísi Zoëga, og son, Kristján Geir Ólafsson. Myndbrot frá ferli Ólafs má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Bíó og sjónvarp Skotveiði Bókmenntir Íslensk erfðagreining Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira