Sport

Glímustelpa vann alla strákana og geislaði á verðlaunapallinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heaven Fitch á verðlaunapallinum með strákunum sem töpuðu fyrir henni.
Heaven Fitch á verðlaunapallinum með strákunum sem töpuðu fyrir henni. Mynd/Twitter/North Carolina High School Athletic Association

Heaven Fitch var í sjöunda himni eftir sögulegan sigur sinn í glímukeppni í Bandaríkjunum á dögunum. Engin kona hefur áður náð því að vinna strákana á stærsta móti fylkisins.

Heaven Fitch er á þriðja ári í Uwharrie Charter High School og er mjög öflug glímukona. Hún er í raun svo öflug að enginn strákur réði við hana í fylkiskeppni gagnfræðaskóla Norður Karólínu.

Heaven Fitch vann 48 kílóa flokkinn í 1A deildinni um helgina. Hún mætti í mótið með 54 sigra í 58 glímum á tímabilinu og var valin glímumaður ársins í 1A deildinni.



Myndin af Heaven Fitch á verðlaunapallinum segir líka meira en þúsund ár. Hún geislar þar sigurreif við hlið strákanna sem vilja helst vera einhvers staðar annars staðar.

„Ég er bara enn að jafna mig. Það er klikkað að ég hafi náð þessu og ég er ekki alveg búin að átta mig á þessu,“ sagði í viðtali við WRAL-TV sjónvarpsstöðina.  „Ég hélt að ætti ekki einu sinni möguleika á að vinna fleiri glímur en ég tapaði. Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti náð þessum árangri,“ sagði Fitch.



Fitch vann Luke Wilson í lokaglímunni en í átta manna úrslitunum var Heaven Fitch eina stelpan. Alls tóku aðeins þrjár stelpur þátt í mótinu. Í fyrra náði Heaven Fitch fjórða sætinu sem var besti árangri stelpu til þessa en núna gerði hún enn betur.  

Hér fyrir neðan má síðan sjá Heaven Fitch glíma í úrslitaviðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×