Erlent

Sex látnir eftir snjó­flóð í austur­rísku Ölpunum

Sylvía Hall skrifar
Dachstein.
Dachstein. Vísir/Getty

Í það minnsta sex eru látnir eftir að tvö snjóflóð féllu í austurrísku Ölpunum í dag. Fimm þeirra voru austurrískir ríkisborgarar sem voru í skíðagöngu á Dachstein svæðinu um það bil áttatíu kílómetra suðaustur af Salzburg.

Hitt snjóflóðið féll í suðurhluta Carinthia svæðisins og lést 33 ára gamall lögreglumaður í flóðinu.

Sjö þyrlur voru sendar á Dachstein svæðið með um það bil hundrað björgunaraðila. Þar var leitað að fólki sem óttast var að hefði grafist undir í flóðinu.

Heribert Eisl sem fór fyrir björgunaraðgerðum á svæðinu segir allt starfslið hafa verið sent á vettvang. Því miður hafi ekki verið hamingjuríkur endir á þeirri ferð. Þetta er haft eftir honum á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×