Syrtir enn í álinn hjá Birki og félögum

Birkir í leik með Brescia.
Birkir í leik með Brescia. vísir/getty

Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru í næstneðsta sæti ítölsku deildarinnar og máttu sætta sig við 2-1 tap á heimavelli gegn Napoli í kvöld þrátt fyrir að vera 1-0 yfir í hálfleik.

Birkir hélt sæti sínu í byrjunarliði Brescia og lék fram á 65. mínútu, framarlega á miðjunni, fyrir aftan Mario Balotelli. Jhon Chancellor kom Brescia yfir með hörkuskalla eftir hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Lorenzo Insigne náði hins vegar að jafna metin úr víti snemma í seinni hálfleik og Fabián Ruiz skoraði fallegt sigurmark á 54. mínútu.

Brescia er með 16 stig og er sjö stigum frá næsta örugga sæti, þar sem Sampdoria situr og á nú leik til góða. Napoli komst með sigrinum upp í 6. sæti og er með 36 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.