Innlent

Af­lýsa ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu á norðan­verðum Vest­fjörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Spáð er tíðindalitlu veðri um helgina.
Spáð er tíðindalitlu veðri um helgina. Getty

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflýst en það hefur staðið síðan síðdegis í gær.

Á vef Veðurstofunnar segir að ekki sé vitað til þess að snjóflóð hafi fallið á þjóðvegi eða nærri byggð eins og er. Fregnir hafi þó borist af nokkrum flóðum, sem talið er að hafi fallið í gær og fyrradag, meðal annars í Súgandafirði, Önundarfirði og í Syðridal.

„Spáð er tíðindalitlu veðri um helgina, vestanátt með lítilsháttar éljagangi á vestanverðu og norðanverðu landinu í dag og á morgun,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.