Innlent

Þyrlu­sveit og sér­sveitar­menn birtust á Mos­fells­heiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sérsveitarmenn frá ríkislögreglustjóra stunduðu æfingar á Mosfellsheiði í morgun. Sverrir Steinn Sverrisson var að aka Mosfellsheiðina um ellefuleytið í morgun þegar þyrla gæslunnar lenti á heiðinni. Hann náði meðfylgjandi myndbandi af lendingunni.

Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, var um hefðbundna æfingu þyrlusveitar og sérsveitar að ræða.

Á meðan æfingunni stóð barst tilkynning um rútuslys á Mosfellsheiði. Þyrlan lenti á veginum við slysið þar sem sérsveitarmennirnir fóru út ásamt stýrimanni til að athuga ástand þeirra sem voru um borð. Þyrlan hélt til Reykjavíkur í þeim tilgangi að ná í lækni.

Þegar þyrlan var á leið til Reykjavíkur var útkallið afturkallað og æfing sérsveitar og þyrlusveitar gat haldið áfram.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.