Arsenal úr leik eftir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað í kvöld.
Sigurmarkinu fagnað í kvöld. vísir/getty

Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir að hafa farið alla leið í úrslitaleikinn á síðasta ári.

Skytturnar töpuðu í kvöld fyrir Olympiacos 2-1 eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0. Leikurinn fór í framlengingu og réðust úrslitin á lokamínútum leiksins.

Staðan var markalaus í hálfleik en á áttundu mínútu síðari hálfleiks kom Pape Abou Cisse Grikkjunum yfir eftir hornspyrnu. 1-0 eftir venjulegum leiktíma og samanlagt 1-1. Því þurfti að framlengja.

Á 113. mínútu skoraði Pierre-Emerick Aubameyang og virtist vera skjóta Arsenal áfram. Eftir fyrirgjöf klippti hann boltann skemmtilega í netið með glæsilegri bakfallsspyrnu.







Fjörinu var hins vegar ekki lokið. Í uppbótartíma skoraði Youssef El Arabi sigurmarkið sem skaut Olympiacos áfram í 16-liða úrslitin. Vandræðalegur varnarleikur Arsenal í markinu.

Aubameyang fékk hins vegar tækifæri á síðustu sekúndu leiksins til að skjóta Arsenal áfram en brenndi af algjöru dauðafæri. Allt kom fyrir ekki og Arsenal er úr leik.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira