Lífið

Tilfinningaþrungin ræða Brad Pitt á Óskarnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pitt vann loksins Óskar fyrir leik.
Pitt vann loksins Óskar fyrir leik.

Brad Pitt vann sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik á sunnudagskvöldið en hann fékk verðlaunin fyrir hlutverk sitt í Once Upon A Time ... in Hollywood.

Þetta var í fyrsta skipti sem Pitt fær Óskarinn fyrir leik en áður hafði hann fengið Óskar fyrir framleiðslu á kvikmyndinni 12 Years a Slave árið 2014.

Pitt hélt tilfinningaþrungna ræðu þegar hann tók við verðlaununum og talaði hann um að fólk ætti alltaf að búast við því versta í fólki en leita af því besta. Hann tileinkaði verðlaununum börnunum sínum en ræðuna má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.