Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið í dag. Fjallað verður um veðrið og afleiðingar þess í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku.

Rætt verður við konu sem býr í einbýlishúsi í Garðinum í Suðurnesjabæ og vaknaði við að flætt hafði inn í húsið hennar. Gífurleg flóð hafa verið á svæðinu í veðurhaminum. Þá verður rætt við erlenda ferðamenn sem kipptu sér lítið upp við veðurofsann - nokkrir voru alsælir að fá að upplifa alíslenskt veður.

Í fréttatímanum hittum við Magnús Gylfason sem fór í lúxussiglingu frá Gvam til Filippseyja en lenti í því að vera fastur í skipinu vegna kórónaveirunnar.

Þá fjöllum við um kynlífsmyndbandsskandal frambjóðanda til borgarstjóra í París og verðum viðstödd útgáfupartý í Nexus þar sem haldið er upp á endurútgáfu fyrstu tveggja Tinna bókanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.