Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið í dag. Fjallað verður um veðrið og afleiðingar þess í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku.

Rætt verður við konu sem býr í einbýlishúsi í Garðinum í Suðurnesjabæ og vaknaði við að flætt hafði inn í húsið hennar. Gífurleg flóð hafa verið á svæðinu í veðurhaminum. Þá verður rætt við erlenda ferðamenn sem kipptu sér lítið upp við veðurofsann - nokkrir voru alsælir að fá að upplifa alíslenskt veður.

Í fréttatímanum hittum við Magnús Gylfason sem fór í lúxussiglingu frá Gvam til Filippseyja en lenti í því að vera fastur í skipinu vegna kórónaveirunnar.

Þá fjöllum við um kynlífsmyndbandsskandal frambjóðanda til borgarstjóra í París og verðum viðstödd útgáfupartý í Nexus þar sem haldið er upp á endurútgáfu fyrstu tveggja Tinna bókanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.