Lífið

Jennifer Hudson með hjartnæman flutning til minningar um Kobe Bryant

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hudson flutt fallegt lag til heiður Kobe Bryant sem tók 18 sinnum þátt í stjörnuleiknum.
Hudson flutt fallegt lag til heiður Kobe Bryant sem tók 18 sinnum þátt í stjörnuleiknum.

Hinn árlegi stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í gærkvöldi í Chicago en þar mættust tvö vel valin lið. LeBron James valdi sína liðsfélaga og síðan valdi Giannis Antetokounmpo sitt úrvalslið. 

Lið LeBron James sem lék undir merkjum Giönnu Bryant vann lið Giannis Antetokounmpo 157-155 en leikið var undir nýjum reglum og til heiðurs Kobe Bryant. Lið Giannis Antetokounmpo lék undir merkjum Kobe Bryant.

Fyrir leikinn var það tilkynnt að verðlaunin fyrir mikilvægasta leikmann Stjörnuleiksins bæru hér eftir nafn Kobe Bryant og Kawhi Leonard fékk þau fyrstur alla.

Fyrir leikinn flutti lagið All We Know og það til minningar um Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi á dögunum. Hann var í þyrlunni ásamt dóttur sinni Gianna Bryant og sjö öðrum farþegum.

Hér að neðan má sjá flutninginn en Hudson var oft á tíðum í vandræðum með tilfinningar sínar þegar hún flutti lagið.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.