Innlent

Snar í snúningum þegar hann fékk flug­eld inn um bréfa­lúguna

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ætla má að flugeldurinn sem fór inn um lúguna hafi ekki verið jafnöflugur og þessir hér.
Ætla má að flugeldurinn sem fór inn um lúguna hafi ekki verið jafnöflugur og þessir hér. Vísir/Vilhelm

Nokkrir piltar köstuðu flugeldi inn um bréfalúgu á íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um síðustu helgi. Eldur kviknaði í mottu í anddyrinu en húsráðandi var snar í snúningum, braut mottuna saman yfir flugeldinn og kastaði henni út, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. 

Þar segir einnig að lögreglumenn hafa rætt við piltana og aðstandendur þeirra á alvarlegum nótum. Drengirnir báðu húsráðendur afsökunar. Tilkynning um athæfi þeirra var send til barnaverndar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.