Innlent

Rotaðist þegar vind­hviða hreif hann með sér í ó­veðrinu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Björgunarsveitir að störfum í óveðrinu á föstudag.
Björgunarsveitir að störfum í óveðrinu á föstudag. Vísir/vilhelm

Karlmaður á Suðurnesjum datt og rotaðist þegar vindhviða hreif hann með sér í óveðrinu sem gekk yfir landið rétt fyrir helgi. Maðurinn hélt ásamt öðrum á þakplötu sem fokið hafði í óveðrinu þegar hann datt. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.

Þá bárust lögreglu á Suðurnesjum fleiri tilkynningar um slys á síðustu dögum. Kona sem gekk á töskukerru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hrasaði og slasaðist á hné. Hún var flutt með sjúkrabifreið til læknis.

Önnur kona sem var að tína spegilbrot upp af gólfi skarst illa á hendi og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.