Erlent

Fyrr­verandi for­seti Kenía er allur

Atli Ísleifsson skrifar
Daniel arap Moi gegndi embætti forseta Kenía um 24 ára skeið, frá 1978 til 2002.
Daniel arap Moi gegndi embætti forseta Kenía um 24 ára skeið, frá 1978 til 2002. AP

Daniel arap Moi, fyrrverandi forseti Kenía er látinn, 95 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins um 24 ára skeið, frá 1978 til 2002.

Keníamenn höfðu ólíka sýn á Moi, en pólitískir andstæðingar hans sökuðu hann um einræðistilburði á meðan stuðningsmenn þökkuðu honum fyrir að tryggja stöðugleika í ríkinu um margra ára skeið.

Moi lét af embætti árið 2002 en stjórnarskrá landsins meinaði honum þá bjóða sig fram á ný.

Moi var annar forseti landsins frá því hlaut sjálfstæði frá Bretum árið 1964. Jomo Kenyatta gegndi embættinu frá 1964 til 1978.

Moi var í stjórnartíð sinni sakaður um mannréttindabrot og spillingu. Hann kom á fjölflokkakerfi í landinu árið 1991, en þingkosningar einkenndust að stórum hluta af ásökunum um kosningasvindl.

Áður en hann tók við forsetaembættinu gegndi hann embætti innanríkisráðherra frá árinu 1964 og varð varaforseti þremur árum síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.