„Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn á von á Evrópumeistara“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2020 08:00 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
Síminn hefur vart stoppað hjá Júlían J. K. Jóhannssyni, íþróttamanni ársins 2019, eftir að Vörður neitaði honum um líftryggingu vegna þess að hann telst of þungur. Nú vilja tryggingafélögin ólm líftryggja þennan mikla afreksmann. Júlían fer, líftryggður eða ekki, á Evrópumót í kraftlyftingum í maí og ætlar sér að koma heim með gull. „Mér þætti eðlilegt að þessi tryggingafélög kæmu til dyranna eins og þau eru klædd og auglýsi sérstaklega að þau líftryggi ekki fólk nema það sé létt,“ sagði Júlían í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Ég er milli 1,83-1,84 metrar á hæð og tæplega 170 kíló. Samkvæmt BMI-stuðlinum ætti ég að vera 82 kíló. Ég var 93 kíló þegar ég var 13 ára.“Er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftuHann segist ekki hafa tekið höfnuninni um líftrygginguna persónulega. „Ég lít svolítið þannig á þetta að ef ég væri inni í matvöruverslun og ætlaði að kaupa vöru, pakka af hakki, en væri neitað um það færi ég ekki í fýlu en myndi beina viðskiptum mínum annað. Ég tek þetta ekkert inn á mig,“ sagði Júlían. „Ég sótti um þessa líftryggingu eins og frægt er orðið og fékk svarið að ég væri of þungur. Og ég veit að ég er gríðarlega þungur eins og kærastan mín orðar það. En ég er fílhraustur, sterkur og á heimsmet í réttstöðulyftu. Ég er kominn af fílhraustum berserkjum ofan af Snæfellsnesi.“ Tryggingafélögin keppast nú um hylli Júlíans sem hefur varla undan að svara þeim. „Það hefur svoleiðis rignt yfir mig bæði skilaboðum og símtölum frá tryggingasölumönnum. Allir virðast áhugasamir um að tryggja þennan fílhrausta mann. Það kemur bara í ljós hvað kemur út úr því,“ sagði Júlían. „Það er aldrei að vita að ég fari þrællíftryggður inn í næsta Evrópumót í maí.“Gull á leiðinni heimÞað styttist í að fyrsta barn Júlíans komi í heiminn. Hann segir að skömmu eftir komu barnsins ætli hann að verða Evrópumeistari. „Ég á von á barni eftir sex vikur og þetta barn, þessi strákur, á von á Evrópumeistara eftir 14 vikur,“ sagði Júlían sem æfir stíft þessa dagana fyrir Evrópumótið þar sem hann stefnir á toppinn. „Ég stefni á gullið og tilkynni íslensku þjóðinni það hér með; það er gull á leiðinni heim.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Ætlar sér að verða Evrópumeistari
Heilbrigðismál Kraftlyftingar Sportpakkinn Tryggingar Tengdar fréttir Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Handbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Vörður neitaði að líftryggja Júlían J. K. Jóhannsson því hann telst of þungur. 6. febrúar 2020 11:03